Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 15:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (16. grein af 34): Tandi Cunningham

Nú er komið að síðustu greininni um stúlkur sem deildu með sér 19. sætinu í Q-School LET. Tvær hafa þegar verið kynntar: Sophie Walker og Meaghan Francella og nú er komið að kynningunni á Tandi Cunningham frá Suður-Afríku.

Á morgun verður síðan hafist handa við að kynna þær 3 sem deildu 16. sætinu: Heather Bowie Young, Amelíu Lewis og frönsku stúlkunni Alexöndru Vilatte.

En hér er sem sagt kynningin á síðustu stúlkunni til að landa 19. sætinu Tandi Cunningham:

Tandi Cunningham fæddist í 17. apríl 1986 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og er því 26 ára. Hún á því sama afmælisdag og Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG 2012.

Tandi byrjaði að spila golf 15 ára og það var pabbi hennar sem kynnti hana fyrir íþróttinni. Hún býr í Bela Bela og spilar golf í  Zebula Golf Estate and Spa, þar sem eiginmaður hennar, Paul Cuningham, er golfkennari. Paul er líka þjálfari Tandi og kaddý. Meðal áhugamála Tandi eru að ferðast, göngur, lestur og að slaka á, sérstaklega að fara í ævintýraferðir um frumskóga Suður-Afríku, (sem á máli innfæddra nefndist the bush).

Tandi varð 8 sinnum suður-afrískur meistari, þar af 1 sinni sem unglingur og var í landsliði Suður-Afríku bæði sem unglingur og fullorðin.

Tandi gerðist atvinnumaður 20. nóvember 2008 og spilaði á LET 2009 og 2010. Árið 2011 In 2011, spilaði Tandi í 22 tournaments og besti árangur hennar var T-22 í Hero Women’s Indian Open ít DLF Golf and Country Club í Dehli. Hún vann sér inn  €16,684.50 á keppnistímabilinu og varð aðeins í 103. sæti á peningalistanum. Hún fór því aftur í Q-school og átti í litlum vandræðum með að vinna sér inn kortið sitt á LET aftur.

Lægsti hringur sem Tandi hefir spilað er upp á 67 högg og meðaltalhöggafjöldi hennar er 74,31.

Besti árangu Tandi í ár er T-2 árangur á Lalla Meryem mótinu í Marokkó 25. mars s.l.