GHG: Adam Örn Jóhannsson sigraði í Opna Carlsberg mótinu
S.l. sunnudag, 9. september fór fram Opna Carlsbergmótið á Gufudalsvelli þeirra Hvergerðinga. Þátttakendur í mótinu að þessu sinni voru 75. Leikfyrirkomulag var punktakeppni. Það var Adam Örn Jóhannsson úr Golfklúbbi Vatnsleysustrandar sem stóð uppi sem sigurvegari á 40 punktum jafn Sigurði Hlíðar Dagbjartssyni í Golfklúbbi Hveragerðis, en með fleiri punkta á seinni 9. Úrslitin í Opna Carlsberg mótinu að öðru leyti voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Fgj. Síðasti hringur Hringir Alls Hola F9 S9 Alls H1 CSA leiðréttingar fyrir Stableford keppnir +2 1 Adam Örn Jóhannsson GVS 15 F 22 18 40 40 40 2 Sigurður Hlíðar Dagbjartsson GHG 16 F 23 17 40 40 40 3 Björn Aron Magnússon Lesa meira
Johnny Miller sagðist eitt sinn hafa verið beðinn að hjálpa Tiger með stuttu járnin en hafnaði – nú er hann opinn fyrir samstarfi
Johnny Miller segir að hann hafi eitt sinn verið beðinn um að þjálfa Tiger. Í októberhefti Golf Magazine segir Miller m.a.: „Það eru ekki margir sem vita af þessu en þegar Tiger hafði verið á Túrnum í tvö eða þrjú ár þá hringdu menn hans og spurðu hvort ég myndi vilja taka hann í tíma í stuttu járnunum,“ sagði Miller. „Jack Nicklaus sagði honum að ég væri sá besti í stuttu járnunum – sem er ansi mikið hrós.“ Miller sagðist hafa hafnað boðinu vegna starfs síns sem golffréttaskýranda hjá NBC og óskar hans um að verja meiri tíma með börnum sínum og barnabörnum. „Ég var þreyttur,“ sagði Miller. „Ég taldi Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (17. grein af 34): Alexandra Vilatte
Nú hefst kynning á þeim 3 stúlkum sem deildu 16. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Í kvöld byrjum við á að kynna franska kylfinginn Alexöndru Vilatte, en hinar eru Amelía Lewis og Heather Bowie Young. Alexandra Vilatte fæddist í París 18. janúar 1983 og er því 29 ára. Áhugamál hennar eru fótbolti, en hún er mikill stuðningsmaður franska liðsins Paris Saint Germain. Meðal annarra áhugamála hennar eru auk þess matargerð og að verja tíma með fjölskyldu og vinum. Alexandra gerðist atvinnumaður í golfi í janúar á þessu ári eftir að ljóst var að hún hefði landað 16. sætinu í Q-school LET. Hún byrjaði að spila Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman – 11. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 55 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988. Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour og Lesa meira
Hver er þessi Robert Garrigus sem var meðal efstu manna á BMW Championship?
Átta efstu sem fóru síðast út sunnudaginn á BMW Championship, í Carmel, Indiana, voru engir aðrir en Tiger Woods, Rory McIlroy, Phil Mickelson, Adam Scott, Vijay Singh, Lee Westwood, Dustin Johnson ….. allt stórnöfn í golfheiminum, sem draga að sér stóra skara áhorfenda….. og svo Robert Garrigus. „Aumingja, litli, gamli Robert Garrigus. Við stungum í stúf við hina,“ sagði kylfuberinn Brent Henley og hristi höfuðið. Svo gamall er Garrigus nú reyndar ekki – hann er fæddur 11. nóvember 1977 og því 34 ára. Hann hefir verið nógu lengi í þessu farandhringleikahúsi, sem PGA Tour er til að vita hversu mjög hinir framangreindu 7 laða að sér áhorfendur, en Henley hélt að Lesa meira
Ragnar Már og Guðrún Brá taka þátt í Duke of York – Ragnar Már í 8. sæti eftir 1. dag
Ragnar Már Garðarsson, GKG efnilegasti kylfingur Íslands 2012 og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, stigameistari GSÍ í stúlknaflokki taka þátt á The Duke of York Young Champions Trophy mótinu, sem stendur dagana 11. -13. september 2012. Að þessu sinni fer mótið fram á mjög svo sögufrægum slóðum í Skotlandi í Royal Troon Golf Club í Ayshire. Ragnar Már átti frábæran hring í dag – lék á 5 yfir pari, 76 höggum. Það sem var einkar glæsilegt voru fyrri 9 hjá Ragnari en þá spilaði Ragnar á 31 höggi, fékk örn (á par-5 4. brautina) og 3 fugla (á 6.; 7. og 9. braut). Seinni 9 gengu ekki eins vel þar fékk Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla á fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum – var á næstbesta skori liðs síns The Royals
Íris Katla Guðmundsdóttir, GR, lék í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum: með the Royals, liði Queens University of Charlotte. Mótið sem lið Írisar Kötlu, the Royals, tekur þátt í er Anderson University Invitational og fer fram í Suður-Karólínu, dagana 10.-11. september. Seinni hringurinn verður spilaður í kvöld. Á fyrri hringnum var Íris Katla á næstbesta skori liðs síns, 80 höggum. The Royals léku skv. facebooksíðu Queens á samtals 321 höggum og eru í 2. sæti. Liðsmenn the Royals spiluðu svo: Glaze 76, Íris Katla 80, Fraser 82, Penzer 83, Belanger 83. Fjögur bestu skorin töldu og því taldi skor Írisar Kötlu í fyrsta leik fyrir lið hennar. Glæsilegt!!! Golf 1 Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir lék í fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu á Terrier Intercollegiate
Sunna Víðisdóttir, GR, lék fyrsta leik sinn í bandaríska háskólagolfinu með liði Elon háskóla, á Terrier Intercollegiate mótinu. Mótið fer fram í Spartansburg, Suður-Karólínu. Eftir 1. dag mótsins er lið Elon háskóla í 5. sæti með samtals 308 högg af 13 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu. Sunna er ein af 3 busum/nýliðum í liðinu. Hún lék á 78 höggum og var á 3.-4. besta skori í liði sínu. Golf 1 óskar Sunnu góðs gengis!!! Til þess að sjá frétt á heimasíðu Elon háskóla um fyrsta dag á Terrier Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín stóð sig vel á fyrsta móti sínu – Mississippi State í 3. sæti eftir fyrri dag Sam Hall Intercollegiate
Haraldur Franklín Magnús, GR, spilar sem stendur í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum, The Sam Hall Intercollegiate, sem fram fer í Hattiesburg, Mississippi. Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum. Haraldur Franklín tekur þátt í einstaklingskeppninni, en ekki liða svona fyrst um sinn, en með árangri sínum er ljóst að hann verður fljótur að spila sig inn í liðið. Leiknar voru 36 holur í gær. Haraldur Franklin lék á samtals 1 yfir pari, samtals 143 höggum (71 72) og spilaði jafnvel og þeir bestu í liði Mississippi State þeir Robi Calvesbert og Barrett Edens. Eftir 2 hringi deilir Haraldur Franklín 17. sætinu ásamt 8 öðrum, en var í 13. sæti eftir Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind á 72 – Ólafía Þórunn á 74 á 2. hring Cougar Classic
Í gær var spilaður 2. hringur á Cougar Classic háskólamótinu í Suður-Karólíu í Bandaríkjunum. Í mótinu taka þátt þær Berglind Björnsdóttir, GR og háskólalið hennar UNCG og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið hennar í Wake Forest. Í gær spilaði Berglind á 72 höggum, skipti þessu jafnt fékk tvo fugla og tvo skolla bæði á fyrri og seinni 9 og var á sléttu pari. Samtals er Berglind búin að spila á samtals 2 yfir pari, á 146 höggum (74 72) og deilir 35. sætinu með 6 öðrum. Berglind er á næstbesta heildarskori af liði sínu. Ólafía Þórunn átti óvenjuslakan fyrsta hring upp á 80 högg en í gær bætti hún Lesa meira








