Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 03:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og lið Wake Forest í 14. sæti eftir 1. hring Cougar Classic

Líkt og klúbbfélagi hennar í GR, Berglind Björnsdóttir tekur Ólafía Þórunn Kristinsdóttir þátt í Cougar Classic háskólamótinu í Suður-Karólínu.  Mótið fer fram dagana 9.-11. september og er fyrsta mót 2012-2013 keppnistímabilsins.

Ólafíu Þórunni gekk ekki vel á fyrsta hring mótsins, var á 8 yfir pari, 80 höggum, sem er óvenjulegt fyrir hana.  Hún fékk 7 skolla, 1 skramba og 1 fugl.

Lið Wake Forest er hins vegar í 14. sæti af 24, sem þátt taka.

Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis í mótinu!

Til þess að sjá stöðuna í Cougar Classic eftir 1. hring SMELLIÐ HÉR: