Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 03:30

Bandaríska háskólagolfið: Axel Bóasson og Haraldur Franklín keppa á Sam Hall Intercollegiate sem hefst í dag

Mississippi State er nýjasta „Íslendingaliðið“ í bandaríska háskólagolfinu með Íslandsmeistarana í höggleik 2011 og 2012 innanborðs, þ.e. þá Axel Bóasson, GK og Harald Franklín Magnús, GR.

Haraldur Franklín Magnús, Íslandsmeistari í höggleik 2012. Mynd: Golf 1.

Báðir taka þeir þátt í Sam Hall Intercollegiate mótinu, fyrsta mótinu á keppnistímabilinu.  Sjá má liðsskipan Mississippi State með því að SMELLA HÉR: 

Mótið fer fram í Hattiesburg Country Club í Hattiesburg, Mississippi, dagana 10.-11. september.

Golf 1 óskar þeim Axel Bóassyni og Haraldi Franklín góðs gengis í mótinu!!!

Fylgjast má með gengi þeirra Axels og Haraldar Franklins með því að SMELLA HÉR: