Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 11:00

PGA: Hvaða 30 kylfingar fá að spila á Tour Championship?

Tour Championship 4. og lokamótið í FedExCup haustmótaröðinni, sem fer fram ár hvert í East Lake Club er lokatakmark sérhvers háklassakylfings.

Sjá má skrá yfir þá heppnu sem fá að keppa í East Lake og jafnframt hina óheppnu í ár sem voru alveg við markið að komast í 30 manna lokahópinn með því að SMELLA HÉR: 

Meðal þeirra sem spila í East Lake eru sigurvegari gærdagsins, sem er efstur á FedExCup stigalistanum: Rory McIlroy og Tiger Woods, sem er í 2. sæti FedExCup listans og síðan þeir Nick Watney, Phil Mickelson, Brandt Snedeker, Louis Oosthuizen, DJ, Lee Westwood, Zach Johnson, Jason Dufner, Bubba Watson, Sergio Garcia, Steve Stricker, Keegan Bradley, Luke Donald, Matt Kuchar, Carl Pettersson, Jim Furyk, Bo Van Pelt, Robert Garrigus, Adam Scott, Ernie Els, Hunter Mahan, Justin Rose, Webb Simpson, John Huh (FRÁBÆRT HJÁ HUH!!! – EN HANN ER EINI NÝLIÐINN Á PGA SEM KOMST Í 30 MANNA HÓPINN (sjá má kynningu Golf 1 á John Huh með því að SMELLA HÉR:)  Rickie Fowler, Ryan Moore, John Senden og Scott Piercy.

Scott Piercy er lukkunar pamfíllinn, sem rétt sleppur inn í 30 sæti.

Síðan eru það þeir óheppnu: NR.1 eins og svo oft áður í ár KYLE STANLEY. Hann var rétt inni í Tour Championship eftir Deutsche Bank, í 30. sæti stigalistans, en eftir BMW Championship í gær, þar sem hann var í 34. sæti varð hann í því sæti stigalistans, sem enginn vill lenda í, 31. sætinu og sá fyrsti sem var úti í kuldanum og fær ekki að spila á Tour Championship.

Aðrir sem voru óheppnir eru Bill Haas og Vijay Singh. Singh var búinn að vera í forystu allt BMW Championship mótið, lauk keppni í 8. sæti og náði að hífa sig úr 49. sætinu sem hann var í fyrir BMW Championship og í 33. sætið sem dugði því miður ekki, því Singh situr eftir með sárt ennið og fær ekki að taka þátt í Tour Championship. Þetta er sérstaklega grátlegt í ljósi þess að þetta er e.t.v. með síðustu skiptunum sem Singh á eftir að gefast færi á að spila í Tour Championship.

Sigurlaunin í Tour Championship mótinu eru gríðarhá eða 10 milljón bandaríkjadala þ.e.  1,2 bílljón íslenskra króna fyrir sigur í 1 móti!!!

En þar að auki hlýtur sigurvegarinn eftirfarandi:

5 ára undanþágu á PGA TOUR
Boð á:

Masters Tournament, U.S. Open, British Open
THE PLAYERS Championship
World Golf Championships-Cadillac Championship
Hyundai Tournament of Champions
World Golf Championships-HSBC Champions
Other invitationals: Arnold Palmer Invitational presented by MasterCard, RBC Heritage, Crowne Plaza Invitational at Colonial, The Memorial Tournament presented by Nationwide, AT&T National

Þeir 30 sem spila á Tour Championship hljóta:

1 árs undanþágu á PGA TOUR
Boð á:

Masters Tournament, U.S. Open, British Open
THE PLAYERS Championship
World Golf Championships-Cadillac Championship
Arnold Palmer Invitational presented by MasterCard
Crowne Plaza Invitational at Colonial
The Memorial Tournament presented by Nationwide
AT&T National
CIMB Asia Pacific Classic
World Golf Championships-HSBC Champions (aðeins efstu 5 fá spilarétt á því móti)