Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars- dóttir í NGCA All American Scholar liðinu

Ingunn Gunnarsdóttir, GKG er stúdent í Furman háskólanum í Suður-Karólínu. Hún var í júlí s.l. valin í golflið, sem golfþjálfarar setja saman úr kylfingum sem jafnframt eru bestu námsmenn í háskóla; þ.e. ekki er nóg að vera góður í golfi, sem þó er frumforsenda til þess að fá að vera í liðinu heldur eru þar þeir kylfingar með hæstu meðaleinkunn úr háskólum í Bandaríkjunum.

Ingunn sem nemur viðskiptafræði við Furman er með 3.64 í meðaleinkunn, en best er hægt að vera með 4.00 í einkunn s.s. allir vita sem lært hafa í Bandaríkjunum, 4 jafngildir 10 hjá okkur. 3.64 er geysihá meðaleinkunn (u.þ.b. 9.1) og þar að auki er Ingunn að spila með golfliði skólans.  Stórglæsilegt hjá Ingunni!!!

Samtök golfþjálfara í Bandaríkjunum, þ.e. NGCA sem stendur fyrir National Golf Coaches Association, þar sem aðild eiga allir golfþjálfarar í Bandaríkjunum, setja saman lið bestu kylfinga og námsmanna, sem mikill heiður þykir af að vera í.  Ingunn var valin í liðið sem upp á ensku heitir  NGCA All American Scholar Team.

Ingunn spilar ekki með í Cougar Classic mótinu sem fram fer þessa dagana, 9.-11. september, þó lið Furman sé þar og er í 23. sæti af 24 þegar Ingunni vantar.

Til þess að sjá frétt Furman háskólans um Ingunni SMELLIÐ HÉR: