Bandaríska háskólagolfið: Ingunn Gunnars- dóttir í NGCA All American Scholar liðinu
Ingunn Gunnarsdóttir, GKG er stúdent í Furman háskólanum í Suður-Karólínu. Hún var í júlí s.l. valin í golflið, sem golfþjálfarar setja saman úr kylfingum sem jafnframt eru bestu námsmenn í háskóla; þ.e. ekki er nóg að vera góður í golfi, sem þó er frumforsenda til þess að fá að vera í liðinu heldur eru þar þeir kylfingar með hæstu meðaleinkunn úr háskólum í Bandaríkjunum.
Ingunn sem nemur viðskiptafræði við Furman er með 3.64 í meðaleinkunn, en best er hægt að vera með 4.00 í einkunn s.s. allir vita sem lært hafa í Bandaríkjunum, 4 jafngildir 10 hjá okkur. 3.64 er geysihá meðaleinkunn (u.þ.b. 9.1) og þar að auki er Ingunn að spila með golfliði skólans. Stórglæsilegt hjá Ingunni!!!
Samtök golfþjálfara í Bandaríkjunum, þ.e. NGCA sem stendur fyrir National Golf Coaches Association, þar sem aðild eiga allir golfþjálfarar í Bandaríkjunum, setja saman lið bestu kylfinga og námsmanna, sem mikill heiður þykir af að vera í. Ingunn var valin í liðið sem upp á ensku heitir NGCA All American Scholar Team.
Ingunn spilar ekki með í Cougar Classic mótinu sem fram fer þessa dagana, 9.-11. september, þó lið Furman sé þar og er í 23. sæti af 24 þegar Ingunni vantar.
Til þess að sjá frétt Furman háskólans um Ingunni SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024