Ragnheiður Jónsdóttir | september. 10. 2012 | 01:30

PGA: Rory með 2. sigur sinn í röð á FedExCup 2012 – hápunktar og högg 4. dags á BMW Championship

Það er næsta ótrúlegt hvað Rory McIlroy hefir gert s.l. tvær vikur á FedExCup – tveir sigrar í röð!!! Fyrst  Deutsche Bank Championship, og nú sigrar hann á BMW Championship, sem er 2. mótið í röð.

Það er ekki hægt annað en að taka ofan fyrir því. Rory var svalur allan lokahringinn, skrifaði 6 fugla á skorkortið sitt allt að 18. braut en þrátt fyrir skollann þar var sigurinn aldrei í hættu. Hann lauk 4. hring á 5 undir pari, 67 höggum og tryggði sér þar með 4. sigur sinn á keppnistímabilinu.“

„Því meir sem maður kemur sér í sigurstöðu, því meir sigrar maður og safnar bikurum. Það verður að normi,“ sagði McIlroy brosandi eftir að ljóst var að hann hafði sigrað. „Ég hef enga trú á að ég sé fullkominn leikmaður, en ég kemst hægt að þeirri niðurstöðu þar sem ég segi við sjálfann mig: Þú ættir að halda þessu áfram að lyfta sigurbikurum mót himni í vikulok.“

Í 2. sæti urðu Lee Westwood og Phil Mickelson á samtals 18 undir pari hvor.  Mickelson byrjaði vel með 2 fuglum á fyrstu 6 holunum, en síðan fjölgaði mistökunum í leik hans og fuglar og skollar á skorkorti hans jöfnuðu hvor annan út.

Tiger, sem endilega vildi sigra var vonsvikinn með lokahring upp á 4 undir pari, 68 högg þar sem hann skildi nokkur pútt eftir á flötunum. Það rétt dugði til að deila 4. sætinu með Robert Garrigus, en báðir voru á samtals 17 undir pari, hvor.

Til þess að sjá úrslitin á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á BMW Championship SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá högg 4. dags á BMW Championship SMELLIÐ HÉR: