Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 06:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín stóð sig vel á fyrsta móti sínu – Mississippi State í 3. sæti eftir fyrri dag Sam Hall Intercollegiate

Haraldur Franklín Magnús, GR, spilar sem stendur í fyrsta háskólamóti sínu í Bandaríkjunum, The Sam Hall Intercollegiate, sem fram fer í Hattiesburg, Mississippi.  Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum.

Haraldur Franklín tekur þátt í einstaklingskeppninni, en ekki liða svona fyrst um sinn, en með árangri sínum er ljóst að hann verður fljótur að spila sig inn í liðið. Leiknar voru 36 holur í gær.

Haraldur Franklin lék á samtals 1 yfir pari, samtals 143 höggum (71 72) og spilaði jafnvel og þeir bestu í liði Mississippi State þeir Robi Calvesbert og Barrett Edens. Eftir 2 hringi deilir Haraldur Franklín 17. sætinu ásamt 8 öðrum, en var í 13. sæti eftir 1. hring. Hann er langefstur þeirra sem einungis keppa í einstaklingskeppninni. Frábær árangur hjá Haraldi Franklín!!!

Axel Bóasson, GK, átti ekki sinn besta dag; spilaði á samtals 9 yfir pari, 151 höggi (74 77). Á fyrri hring fékk Axel 2 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Og á seinni hring 2 fugla, 4 skolla og 2 skramba.  Axel var því miður  að spila langt undir getu!

Lið Mississippi State deilir 3. sætinu með Louisiana Tech.

Golf 1 óskar þeim Axel og Haraldi Franklín góðs gengis!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag Sam Hall Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: