Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jeff Sluman – 11. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Jeffrey George (Jeff) Sluman. Sluman fæddist 11. september 1957 í Rochester, New York og er því 55 ára í dag. Hann átti heldur óvenjulegan feril. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1980. Meðan að flestir sigra á þegar þeir eru 20-30 ára þá vann Sluman ekki fyrsta mótið sitt fyrr en hann var 30 ára, en þá líka risamót þ.e. PGA Championship risamótið 1988.

Jeff Sluman með Wanamaker Trophy 1988.

Síðan gekk ekkert sérstaklega í 10 ár en í kringum 40 ára aldurinn fór  Sluman að ganga vel og hann sigraði í hverju mótinu á fætur öðru. Sluman hefir alls sigrað í 15 mótum sem atvinnumaður, þar af 6 mótum á PGA Tour og 4 á Champions Tour.

Aðrir frægir sem afmæli eiga í dag eru:  Hank Kuehne, 11. september 1975 (Var bandaríska háskólagolfinu í Oklahoma State líkt og Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO) ….. og …..


Hringa Jewellery (32 ára)

Thoa-Art Glass (40 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is