Johnny Miller sagðist eitt sinn hafa verið beðinn að hjálpa Tiger með stuttu járnin en hafnaði – nú er hann opinn fyrir samstarfi
Johnny Miller segir að hann hafi eitt sinn verið beðinn um að þjálfa Tiger. Í októberhefti Golf Magazine segir Miller m.a.:
„Það eru ekki margir sem vita af þessu en þegar Tiger hafði verið á Túrnum í tvö eða þrjú ár þá hringdu menn hans og spurðu hvort ég myndi vilja taka hann í tíma í stuttu járnunum,“ sagði Miller. „Jack Nicklaus sagði honum að ég væri sá besti í stuttu járnunum – sem er ansi mikið hrós.“
Miller sagðist hafa hafnað boðinu vegna starfs síns sem golffréttaskýranda hjá NBC og óskar hans um að verja meiri tíma með börnum sínum og barnabörnum.
„Ég var þreyttur,“ sagði Miller. „Ég taldi að ég gæti ekki gefið honum þann tíma sem hann þarfnaðist þannig að ég hafnaði honum, sem ég held ekki að margir hefðu gert.“
Og hvað nú?
„Hann er náunginn sem ég myndi vilja hjálpa mest.“ sagði Miller. „Ég hef fylgst með honum frá því hann var í unglingagolfinu. Ég þekki allar sveiflur sem hann hefir haft. Ég held að ég gæti hjálpað honum og ná aftur eðlilegri sveiflu sinni, en ekki sveiflunni, sem einhver annar vill að hann sé með. Ég er opinn fyrir að aðstoða hann.“
Tiger hefir ekki skipt oft um þjálfara eftir að hann gerðist atvinnumaður 1996: Butch Harmon, þjálfaði hann til ársins 2004, Hank Haney var þjálfarinn hans frá 2004 og fram í maí 2010 þegar hann hætti og Sean Foley, hefir verið þjálfari Tiger frá því í ágúst 2010.
Heimild: Golf Digest
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024