Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2012 | 06:15

Bandaríska háskólagolfið: Sunna Víðisdóttir lék í fyrsta móti sínu í bandaríska háskólagolfinu á Terrier Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR, lék fyrsta leik sinn í bandaríska háskólagolfinu með liði Elon háskóla, á Terrier Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Spartansburg, Suður-Karólínu.

Eftir 1. dag mótsins er lið Elon háskóla í 5. sæti með samtals 308 högg af 13 háskólaliðum, sem þátt taka í mótinu.

Sunna er ein af 3 busum/nýliðum í liðinu. Hún lék á 78 höggum og var á 3.-4. besta skori í liði sínu.

Golf 1 óskar Sunnu góðs gengis!!!

Til þess að sjá frétt á heimasíðu Elon háskóla um fyrsta dag á Terrier Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: