Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 12:00

Nýtt á Golf 1: The Clicking of Cuthbert eftir Sir P.G Wodehouse – höfund Jeeves… og skemmtilegra golfsmásagna

Hér á Golf 1 verður golf á 19. öld nokkuð í fyrirrúmi það sem eftir er ársins – Einn ástsælasti rithöfundur Breta er einmitt 19. aldar barn – P.G. Wodehouse, fæddur 1881. Meðal fjölmargra verka hans eru tvær bækur sem geyma safn skemmtisagna um golf… en sögurnar líkt og Wodehouse eru börn síns tíma. Önnur bóka hans „The Clicking of Cuthbert”, sem geymir 10 smásögur um golf birtist fyrst í Bretlandi 3. febrúar 1922 hjá Herbert Jenkins í London og tveimur árum síðar í Bandaríkjunum, 28. maí 1924 hjá forlagi George H. Doran í New York, undir heitinu „Golf Without Tears.” Nokkur munur er á útgáfunum aðallega hvað varðar nöfn og staði til þess að höfða betur til bandarískra kylfinga.

Hér á Golf 1 verða sögurnar 10 úr „The Clicking of Cuthbert” eftir Wodehouse endursagðar í mjög styttu máli og er það næsta golfgreinaröð hér á Golf 1. Þær er líka hægt að lesa á ensku sé bókin googluð. Er ætlunin að birta 1 sögu úr Clicking of Cuthbert stytta á hverjum sunnudegi og birtist fyrsta sagan í kvöld. Það jafnast ekkert á við að lesa sögurnar á frummálinu, því þær missa sín nokkuð í þýðingu. En spennandi verður að sjá hvort þær eiga erindi við íslenska golfunnendur líkt og þær gerðu á fyrir beggja vegna Atlantsála, í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir um 90 árum á framanverðu síðustu öld.

En svona aðeins um höfundinn Sir P.G. Wodehouse. Pabbi hans var dómari í Hong Kong en móðir hans varð eftir í Guildford á Englandi hjá systur sinni og þar fæddist P.G. Wodehouse, 15. október 1881. Nýfæddur fluttist hann til Hong Kong en fór síðan ásamt tveimur eldri bræðrum sínum, tveggja ára, aftur til Englands og ólst þar upp hjá barnfóstru. Wodehouse fór í Dulwich College þar sem honum gekk vel í krikket. Í fyrstu vann hann hörðum höndum í náminu, en þegar hann komst að því að ekki væri nægilegur peningur til að kosta háskólanám hans dalaði áhuginn. Eftir að skólagöngu lauk, starfaði hann stuttlega í Hong Kong og síðan í Shanghai Bank í London.

Wodehouse byrjaði að skrifa þegar hann var 7 ára og 21 árs var hann búinn að birta fyrstu bókina sína, þ.e. 1902, fyrir 110 árum. Hann fór í fyrstu ferð sína til Bandaríkjanna 1904 og 1909 kom hann reglulega. Í kringum 1920 vann hann sér inn $100.000 á ári vegna bóka sinna og vinnu í leikhúsi. Árið 1929 fór hann til Hollywood þar sem hann vann sér inn $2000 vikulega sem við endurgerð handrita.

Árið 1934, aðallega til að flýja skattyfirvöld, keyptu Wodehouse og kona hans villu í Le Touquet í Frakklandi. 1939 heiðraði Oxford hann, sama ár og seinni heimsstyrjöldin hófst. Þjóðverjar tóku hús Wodehouse eignarnámi og hentu honum í fangelsi, en þaðan slapp hann 2 árum síðar til Berlínar, þá sextugur að aldri. Hann talaði inn á 5 útvarpsskilaboð, sem túlka mátti sem svo að hann væri á bandi Þjóðverja og enginn gleymdi því. Hann var hins vegar sýknaður síðar af því að um áróður hefði verið að ræða. Eftir stríð settist Wodehouse að í Bandaríkjunum, fyrst New York City, síðan í Remsenburg, Long Island. Hann var sleginn til riddara 1975, tveimur mánuðum áður en hann dó. Wodehouse er talinn meðal mestu húmorista 20. aldar; skrifaði næstum 100 bækur og smásagnarit, sem og leikrit, söngleiki og söngtexta. Wodehouse lést 14. febrúar 1975, 93 ára að aldri.

En víkjum aftur að the Clicking of Cuthbert. Eins og segir eru smásögurnar 10, en þær eru eftirfarandi:

1. The Clicking of Cuthbert (Klikkun Cuthberts)

2. A woman is only a woman (Kona er aðeins kona)

3. A mixed threesome (Þrjú ólík í holli)

4. Sundered hearts (Sundruð hjörtu)

5. The Salvation of George Mackintosh (Björgun George Mackintosh)

6. Ordeal by Golf (Golf eldraunin)

7. The Long Hole (Langa holan)

8. The Heel of Achilles (Akkílesarhællinn)

9. The Rough Stuff (Karginn)

10. The Coming of Gawf (Koma Gawf)

Byrjað verður á 1. sögu – Klikkun Cuthberts í kvöld.