
Ballesteros sigraði í Madríd
Javier Ballesteros, sonur hins látna golfsnillings Seve Ballesteros, sigraði á Madrid Amateur Open í gær, sunnudaginn 16. september.
Ballesteros lauk keppni á 6 undir pari og átti 4 högg á þann sem næstur kom. Hann var fljótur að tileinka árangurinn föður sínum sem dó 7. maí 2011.
„Pabbi sagði mér alltaf að maður yrði að spila með öllu sem maður ætti og það er það sem ég gerði,“ sagði hann.
„Ég hugsaði um hann mikið á holunum 18 og ég tileinka honum sigurinn og móður minni.“
Hinn 22 ára Javier Ballesteros er að ljúka laganámi sínu við Complutense University í Madríd og ætlar ekki að taka ákvörðun hvort hann gerist atvinnumaður fyrr en hann hefir náð lögfræði gráðu sinni.
Ballesteros spilaði á fyrsta atvinnumannamóti sínu, Peugeot Alps de Barcelona mótinu í apríl og þar varð hann T-12.
Heimild: Sky Sports
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024