Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 10:00

Ballesteros sigraði í Madríd

Javier Ballesteros, sonur hins látna golfsnillings  Seve Ballesteros, sigraði á Madrid Amateur Open í gær, sunnudaginn 16. september.

Ballesteros lauk keppni á 6 undir pari og átti 4 högg á þann sem næstur kom. Hann var fljótur að tileinka árangurinn föður sínum sem dó 7. maí 2011.

„Pabbi sagði mér alltaf að maður yrði að spila með öllu sem maður ætti og það er það sem ég gerði,“ sagði hann.

„Ég hugsaði um hann mikið á holunum 18 og ég tileinka honum sigurinn og móður minni.“

Hinn 22 ára Javier Ballesteros er að ljúka laganámi sínu við Complutense University í Madríd og ætlar ekki að taka ákvörðun hvort hann gerist atvinnumaður fyrr en hann hefir náð lögfræði gráðu sinni.

Ballesteros spilaði á fyrsta atvinnumannamóti sínu, Peugeot Alps de Barcelona mótinu í apríl og þar varð hann T-12.

Heimild: Sky Sports