Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 08:00

GHG: Örn Rúnar Magnússon og Garðar Ingi Leifsson sigruðu á Opna heimsferða, Hacienda del Almo og Vínbars mótinu

Í gær fór fram 9 holu Texas Scramble mót á Gufudalsvelli þeirra Hvergerðinga. Tveir voru saman í liði; forgjöf þeirra lögð saman og deilt í með 5 til þess að fá leikforgjöf liðsins. Leikfyrirkomulag var síðan punktakeppni.

Veglegir vinningar voru í keppninni en fyrir 1. sætið voru flugmiðar til Alicante í verðlaun.  Þá unnu þeir Örn Rúnar Magnússon, Golfklúbbi Seyðisfjarðar, fgj. 7,9 og Garðar Ingi Leifsson, Golfklúbbi Seyðisfjarðar, fgj. 7.3 – Leikforgjöf 1. Þeir Örn Rúnar og Garðar Ingi sigruðu á 31 höggi og 24 punktum.

Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR: