Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2012 – en mótið fór fram á Strandarvelli – Hellu. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Valdís Þóra spilaði lokahringinn á Mary Fossum Invitational á 73!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, og lið Texas State hefir þessa helgina verið við keppni á Mary Fossum Invitational mótinu á Forest Akers West golfvellinum í Austur-Lansing í Michigan.

Þátttakendur eru 92 frá 17 háskólum.

Valdís Þóra lék hringina 3 á samtals 14 yfir pari,  230 höggum (77 80 73) og er sem stendur í 31. sæti en nokkrar eiga eftir að ljúka leik, þannig að sætisröðun gæti enn raskast. Í dag átti hún besta hringinn í liði sínu upp á 73 högg ásamt Kristu Puisite, sem er sem stendur í 1. sæti í einstaklingskeppninni.

Bobcat golflið Texas State er sem stendur í 4. sæti í liðakeppninni, sem er býsna góður árangur miðað við að 17 háskólar sendu líð í sterkt mótið, sem þetta.

Valdís Þóra var á 3. besta heildarskori í liði sínu og taldi það því, en 4 bestu af 5 skorum telja.

Til þess að sjá úrslitin í Mary Fossum Inv. SMELLIÐ HÉR: