The Clicking of Cuthbert 1. saga: Klikkun Cuthberts
Í fyrstu smásögu PG Wodehouse í The Clicking of Cuthbert, sem ber samnefnt heiti og bókin er „The Oldest Member,“ eða elsti félaginn í golfklúbbnum kynntur til sögunnar. Hann er sögumaður í öllum öðrum sögunum sem fylgja.
Clicking of Cuthbert hefst á því að ungur maður kemur í uppnámi inn í klúbbhúsið, hendir sér niður í stól og segir þjóninum að hann megi eiga kylfurnar sínar eða ef hann vilji þær ekki gefa kylfuberunum þær.
Hann er í uppnámi og elsti félaginn segir okkur að hann hafi fylgst með manninum á vellinum stuttu áður, þar sem hann sló 7 högg á 1. braut og setti síðan nokkra bolta í vatnið á 2. braut.
„Ertu hættur í golfi?“ spyr elsti félaginn unga manninn.
„Já“ er svarið. „Blanked infernal, fat-headed silly ass of a game.“ (Innskot: skammarsetning út í golf sem ekki er þýdd – Spurning: Hefir eitthvað breyst í þau 90 ár frá því bókin var skrifuð -Þetta sýnir manni að lífið endurtekur sig í paródíum). „Ekkert nema tímaeyðsla.“ Og ungi maðurinn heldur áfram: „Lífið er erfitt og alvarlegt…. kemur golf að einhverjum notum? Geturðu nefnt mér eitt dæmi um praktískt gildi þess?
„Þúsundir dæma“ svarar elsti félaginn. „ég skal velja eitt… söguna af Cuthbert Banks.“ Og síðan segir elsti félaginn söguna af Cuthbert Banks.
Þannig var að Cuthbert Banks, sigurvegari á French Open Championship var yfir sig hrifinn af stúlku að nafni Adeline Smethurst, sem vildi ekkert vita af honum en var yfir sig hrifin af Raymond Parsloe Devine. „Golf“ hrópaði Adeline upp yfir sig þegar Cuthbert sagði henni frá afrekum sínum á því sviði. „Þú eyðir öllum tíma þínum í golf?“ „Ég dáist mun meira að manni með andagift og þeim sem er intellectual, þ.e. klár.“
Af einskærri ást klikkast Cuthbert, hættir nánast að spila golf og gengur í menningarfélag Wood Hills.
Parsloe Devine var dáður af öllum í menningarfélagi Wood Hills fyrir það hversu einstaklega rússnesk einkenni hann hefir sem enskur rithöfundur.
Hinum klikkaða Cuthbert finnst ekkert gaman innan um menningarvitana og þjáist í þögulli ást sinni á Adeline, á samkomum menningarfélagsins, þar sem hann þarf að horfa upp á hana dag eftir dag, mánuð eftir mánuð dást að Parsloe Devine.
Svo er það einn dag að átrúnaðargoð allra, hinn mikli rússneski höfundur Vladimir Brusiloff, heimsækir litla menningarfélagið í Wood Hills. Hann er búinn að vera á 81 samkomu og í hvert skipti er efnilegasti höfundur hvers menningarfélags kynntur fyrir honum. Og engin undantekning í þetta sinn – Parsloe Devine er kynntur fyrir Brusiloff. Parsloe Devine segir að verk sín þyki bera keim af Sovietski og skóla Nastikoff, en Brusiloff er minna en lítið hrifinn, segist spýta á hvorutveggja. Litla menningarfélagið er sjokkerað og finnst það svikið af Parsloe Devine. Hann var þá greinilega ekki eins efnilegur og allir héldu?
Brusiloff hélt áfram og sagði að enn ætti eftir að kynna sig fyrir STÓRMENNUM á Bretlandi mönnum á borð við Arbmishel og Arreevadon. Enginn af menningarvitunum í Wood Hills vissi hver Arbmishel og Arreevadon voru …. ja, nema klikkaði Cuthbert.
Hann sté fram og feiminn yfir að þurfa að taka til orðs sagði: „Ég held að hann eigi við Abe Mitchell og Harry Vardon.“ Nú ljómaði Brusiloff eins og 10 milljón vatta ljósastika og sagði: „Já, það eru einmitt þeir sem ég á við Arbmishel og Arreevadon.“
„Ég hef spilað og með Abe Mitchell og var í holli með Harry Vardon á síðasta Opna breska.“ Brusiloff æpti upp yfir sig þannig að söng í ljósakrónunni.
„Hefir þú spilað í ze Open?“ Brusiloff heimataði að Adeline kynnti hann fyrir Cuthbert og hún gat varla fengið af sér að gera það því í hennar augum var Cuthbert ekkert merkilegra en hver annar ostabiti já bara eins og skella í landslaginu.
Hún byrjaði: „Þetta er Cuthbert Banks.“ „Banks“ öskraði Brusiloff „Ekki Cootaboot Banks?“ „Heitir þú Cootaboot“ spurði Adeline Cuthbert veikt.
„Það er Cuthbert“ svaraði klikkaði Cuthbert. „jaá, jaá Cootaboot – ég sá þig sigra ze French Open“ Brusiloff svipti til hliðar tveimur menningarvitunum til þess að komast nær Cuthbert. „Þú ert stórkostlegur maður!!!¨
„Viltu leyfa mér, sem er aðeins með forgjöf 18 að heilsa þér“ og síðan kyssti hann Cuthbert á báðar kinnar áður en sá gat komið nokkrum vörnum við.
„Þú ert frábær“ uppástóð Brusiloff. „Púttin þín steinliggja hvaðan sem er af flötinni.“ Menningarsamfélagið var hljóðnað það átti ekki til orð og gat ekki tekið þátt í samræðum átrúnaðargoðsins og …. Cuthbert.
Brusiloff færði stól sinn enn nær Cuthbert. „Leyfðu mér að segja þér eina mjooeeg fyndna sögu um pútt. ég var að spila dag einn í Nijni-Novgorod með golfkennara staðarins á móti Lenin og Trotsky. Trotsky átti eftir 5 cm pútt í holuna. En þegar hann er að fara að taka púttstrokuna reynir einhver af áhorfendum að ráða Lenin af dögum með byssu – þú veist að þjóðarsport okkar er að reyna að drepa Lenin með byssu – við hvellinn bregður Trotsky svo að pútt hans fer 3,5 metra fram hjá holunni og Lenin sem er brugðið eins og þú getur skilið, missir sitt líka þannig að við vinnum holuna og 396.000 rúblur. Þvílíkt gameóvitch!!! Og leyfðu mér að segja þér enn aðra sögu…..“
Síðan kvaddi Brusiloff Adeline því hann ætlaði að spila nokkrar holur með nýja vini sínum Cootaboot. Þegar þau voru í dyrunum fann Cuthbert Adeline taka undir handlegg sinn. „Má ég ganga með ykkur?“ „Ó“, svaraði hann „ég vildi að þú gengir með mér það sem eftir er ævinnar.“
Augu þeirra mættust „Kannski,“ hvíslaði hún mjúkt „væri hægt að koma því við.“
„Og þannig“ sagði elsti félaginn sérðu að golf getur komið að praktískum notum í erfiðleikum lífsins. Raymond Parsloe Devine, spilaði ekki golf og flutti úr hverfinu með skömm og…. Adeline og Cuthbert, þau eru gift …. og Cuthbert komst aðeins með hörkunni hjá því að hún skýrði elsta son þeirra Abe Mitchell Ribbed-Faced Mashie Banks, því hún er nú mikill aðdáandi golfíþróttarinnar.
Ungi maðurinn stóð upp hraðaði sér að dyrunum og bað þjóninn að færa sér aftur kylfurnar sínar.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024