Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 20:20

Þórður Rafn á 71 höggi og Stefán Már á 75 eftir fyrsta hring á Fleesensee úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR taka nú þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, í Fleesensee í Þýskalandi. Þeir spiluðu 1. hring í dag og var Stefán Már á 75 höggum og Þórður Rafn á 71 höggi. Þórður Rafn var með 5 fugla, 2 skolla og leiðinda skramba á par-4 18. holu Fleesensee-vallarins. Hefði hann bara náð að spila 18. holuna á pari hefði skorið verið  upp á 3 undir pari og Þórður Rafn þá meðal 15 efstu en aðeins 24 efstu af 90 kylfingum komast upp á 2. stig úrtökumótsins.  Stefán Már fékk 5 skolla og 2 fugla. Þórður Rafn er sem stendur í 40. sæti Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 17:00

Frumskógarfurðufugla maðurinn truflar verðlaunaafhendingu á Opna breska kvennamótinu – myndskeið

James Andrew Dudley alías frumskógarfugla manninum (ens.: Jungle Bird man) tókst að trufla verðlaunaafhendingu á Ricoh Women´s British Open, s.l. sunnudag, þegar Jiyai Shin tók við sigurbikarnum í síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu. Honum hafði fyrr á árinu tekist að trufla verðlaunaafhendingu á Opna bandaríska þegar Webb Simpson fékk afhent verðlaun sín. Frumskógarfuglinn hefir þann leiða sið að koma fram íklæddur húfu sem er eins og breski fáninn með hanakamb og gala við verðlaunaafhendingar á stórmótum golfíþróttarinnar.  Reyndar sást líka til hans á fótboltaleik á Írlandi fyrr í mánuðnum, þar sem hann tipplaði yfir völlinn. Sýnist sitt hverjum. Sumum finnst hann sniðugur…. öðrum ekki. A.m.k. kippa stórstjörnurnar eins og Simpson og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi á 74 eftir 1. hring Kiawah Island Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, golflið Belmont Abbey háskóla, taka þátt í tveggja daga móti: Kiawah Island Intercollegiate. Gestgjafi er USC og spilað er á Kiawah Island resort, þar sem PGA Championship risamótið fór fram í ár á Ocean-golfvelli staðarins og Rory McIlroy sigraði svo eftirminnilega á (sigurskor hans var 275 högg (67 75 67 66) og átti hann 8 högg á þann sem næstur kom Englendinginn David Lynn. En það er aftur önnur saga.)  Sjá má heimasíðu Kiawah Island resort með því að SMELLA HÉR:  Arnór Ingi var á 2 yfir pari 74 höggum, í gær, fyrri dag mótsins og er á 3. besta skori liðs síns. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 7. sæti á Great Smokies Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon Phoenix tóku þátt í Great Smokies Intercollegiate mótinu, í Waynesville, Norður-Karólínu. Þátttakendur í mótinu voru 83 frá 15 háskólum. Upphaflega átti þetta að vera 36 holu mót, þar sem leika átti 18 holur, mánudaginn, 17. september og 18 holur í dag, 18. september, en vegna slæmrar veðurspár voru báðir hringir mótsins spilaðir í gær. Sunna stóð sig best af liði Elon Phoenix spilaði á samtals sléttu pari, 144 höggum (70 74) – fékk 1 örn og 7 fugla. Hún deildi 7. sætinu ásamt Alazne Urizar frá SCAD-Svnah. Frábær árangur hjá Sunnu!!! Lið Sunnu, Elon Phoenix varð í 4. sæti á samtals 586 höggum (294 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og lið San Francisco í 5. sæti á Oregon State Invitational eftir 1. hring

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og lið University of San Francisco taka nú þátt í Oregon State Invitational. Mótið stendur dagana 17.-18. september. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum. Spilað er á Trysting Tree Golf Club í Cornvallis, Oregon en sjá má myndir frá golfvellinum og klúbbnum með því að SMELLA HÉR:  Eygló Myrra spilaði fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er  T-42, sem stendur. Hún fékk 2 fugla og 6 skolla. Lið San Francisco State er í 5. sæti, eftir 1. hring. Leikur á 2. hring stendur yfir nú og er úrslita að vænta í nótt.  Skor Eyglóar Myrru var 4. besta skorið í liðinu og telur, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 18:10

GG: Gunnar Már Gunnarsson og Sigurður Þór Birgisson sigruðu í Opna samhentir

Opna Samhentir – Texas Scramble mótið fór fram í gær á Húsatóftavelli og var þátttaka í mótinu vægast sagt góð. 142 kylfingar tóku þátt í mótinu og léku við nokkuð vindasamar aðstæður. Mótanefnd GG vill koma fram þökkum til allra keppenda fyrir þátttökuna og vonar að keppendur hafi notið þess að spila þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Heimamennirnir Gunnar Már Gunnarsson, fyrrverandi formaður GG, og Sigurður Þór Birgisson fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku undir heitinu The Swils og léku á 64 höggum nettó. Nokkrar sveitir urðu jafnar á 65 höggum. Sveit Feðgana…, skipuð þeim Grétari Agnarssyni og Atla Má Grétarssyni úr Keili, varð í öðru sæti en Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Moe O´Brien mótinu frestað vegna veðurs – Andri Þór og Pétur Freyr spila því 36 holur á morgun

Moe O´Brien mótinu, fyrsta mótinu á dagskrá hjá Geaux Colonels, háskólaliði þeirra Andra Þórs Björnssonar, GR og Péturs Freys Péturssonar, GR, var frestað í dag vegna veðurs. Mótið fer fram í Kosati Pines, í Kinder, Louisiana. Þetta átti að vera tveggja daga mót og spila átti fyrstu 36 holurnar í dag og 18 á þriðjudaginn. Ákvörðun hefir verið tekin um að spila þess í stað  aðeins 36 holur á morgun. Sjá má fréttina um frestun mótsins á heimasíðu Nicholls State með því að SMELLA HÉR:  Golf 1 óskar þeim Andra Þór og Pétri Frey góðs gengis á morgun!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 15:00

Hver er kylfingurinn: Gonzalo Fernández-Castaño?

Gonzalo Fernández-Castaño eða Gonzo eins og vinir hans kallaði hann stóð uppi sem sigurvegari á BMW Italian Open í gær.  En hver er þessi spænski kylfingur með skrítna nafnið? Gonzalo Fernández-Castaño fæddist 13. október 1980 í Madríd og verður því 32 ára eftir tæpan mánuð.  Hann er kvæntur Aliciu og þau eiga þrjú börn: Gonzalo (2009); Lólu (2010) og Aliciu (2012). Gonzalo gerðist atvinnumaður í golfi 2004 og varð í 8. sæti það ár í Q-school Evrópumótaraðarinnar. Árið 2005 á nýliðaári sínu sigraði hann í KLM Open og hlaut Sir Henry Cotton nýliðaverðlaunin. Eins vann hann Madrid Federation Championship á Peugeot túrnum á Spáni það ár, þ.e. 2005 og er það Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 13:00

Nýju stúlkurnar á LET 2012 (22. grein af 34): Charlotte L. Ellis

Hér verður fram haldið að kynna stúlkurnar 7 sem deildu 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu og hlutu kortin eftirsóttu og þar með spilarétt á Evrópumótaröð kvenna. Enska stúlkan Charlotte L. Ellis er ein af þeim 7 sem deildu 9. sætinu. Hún fæddist 3. janúar 1986 og er því 26 ára. Charlotte byrjaði að spila golf 14 ára þ.e. fyrir 12 árum. Hún er félagi í  Minchinhampton golfklúbbnum á Englandi, þar sem þjálfarinn hennar er fyrrum atvinnumaður á LET, Kirsty Taylor. Sem áhugamaður varð Charlotte English mid-amateur champion árið 2006. Hún varð í 2. sæti á enska meistaramótinu í höggleik bæði 2009 og 2010. Hún varð skoskur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ryo Ishikawa – 17. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa (japanska: 石川 遼)  Ryo  fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama í Japan og er því 21 árs í dag. Hann hefir viðurnefnið „Hanikami Ōji“eða feimni prinsinn upp á japönsku. Ryo gerðist atvinnumaður 2008 og hefir á ferli sínum sigrað í 10 atvinnumannamótum þar af 9 á japanska PGA. Tíunda mótið sem hann sigraði á var Kansai Open. Ryo varð sá yngsti til að sigra mót á japanska PGA, en það var á Munsingwear Open KSB Cup, þegar Ryo var 15 ára og 8 mánaða. Í Japan hefir verið framleidd “Ryo-dúkka”, sem er mjög vinsælt kylfu-cover. Dúkkan er í rauðum buxum, hvítum bol og með rautt skyggni Lesa meira