Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 17:00

Frumskógarfurðufugla maðurinn truflar verðlaunaafhendingu á Opna breska kvennamótinu – myndskeið

James Andrew Dudley alías frumskógarfugla manninum (ens.: Jungle Bird man) tókst að trufla verðlaunaafhendingu á Ricoh Women´s British Open, s.l. sunnudag, þegar Jiyai Shin tók við sigurbikarnum í síðasta risamóti ársins í kvennagolfinu.

Honum hafði fyrr á árinu tekist að trufla verðlaunaafhendingu á Opna bandaríska þegar Webb Simpson fékk afhent verðlaun sín.

Frumskógarfuglinn hefir þann leiða sið að koma fram íklæddur húfu sem er eins og breski fáninn með hanakamb og gala við verðlaunaafhendingar á stórmótum golfíþróttarinnar.  Reyndar sást líka til hans á fótboltaleik á Írlandi fyrr í mánuðnum, þar sem hann tipplaði yfir völlinn.

Sýnist sitt hverjum. Sumum finnst hann sniðugur…. öðrum ekki. A.m.k. kippa stórstjörnurnar eins og Simpson og Shin sér ekki upp við hann heldur halda stillingu sinni og brosa.

Til þess að sjá myndskeið af frumskógarfugla manninum (Jungle bird man) að trufla Ricoh Women´s British Open SMELLIÐ HÉR: