Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og golflið USF urðu í 5. sæti á Oregon State Inv.
Í gær lauk í Trysting Tree golfklúbbnum í Cornvallis í Oregon, Oregon State Invitational mótið sem stóð dagana 17.-18. september. Þátttakendur voru 90 úr 16 háskólum. Meðal þátttakenda í mótinu voru Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco (skammst.: USF) Eygló Myrra lék á samtals 13 yfir pari, 229 höggum (76 80 73) og lauk keppni jöfn 3 öðrum í 32. sæti. Eygló Myrra var á 4. besta skorinu í liði sínu og taldi því skor hennar. Lið University of San Francisco varð í 5. sæti á samtals 898 höggum (301 298 299). Til þess að sjá úrslitin á Oregon State Invitational SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Eyglóar Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og The Crusaders í 6. sæti á Kiawah Island Inv.
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, golflið Belmont Abbey tóku þátt í Kiawah Island Invitational mótinu, sem fram fór á Kiawah Island resort, rétt hjá Charleston í Suður-Karólínu, dagana 17.-18. september. Sjá má heimasíðu Kiawah Island resort með því að SMELLA HÉR: Arnór Ingi lék á samtals 9 yfir pari, 153 höggum (74 79). Í einstaklingskeppninni deildi Arnór Ingi 49. sætinu ásamt öðrum. Hann var á 3. besta skori í liði Belmont Abbey. The Crusaders, lið Belmont Abbey varð T-6 þ.e. deildi 6. sætinum með Georgia College á samtals 596 höggum (301 295). Til þess að sjá frétt á heimasíðu Belmont Abbey um Kiawah Island Invitational mótið SMELLIÐ HÉR:
Bandaríska háskólagolfið: Fjallað um Valdísi Þóru og Bobcats í Golfweek
Það er ekki nema rúm vika síðan Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Texas State var valin leikmaður vikunnar af golftímaritinu virta Golfweek. SJÁ HÉR: Í dag er enn verið að fjalla um Valdísi Þóru á Golfweek í góðri grein eftir Julie Williams SJÁ HÉR: sem hér fer í lauslegri þýðingu: „Í tveimur mótum hafa tveir kvenkylfingar Texas state unnið einstaklingskeppnir. Þetta er aðeins eitt af mörgum táknum þess að þetta lið gæti verið eitt af þeim sem fylgjast beri með í ár. Auðvitað eftir að Women’s World Amateur Team Championship er liðið. Fram að því er laust við að æfingasvæðið verði ansi tómlegt. Þjálfari Texas State, Mike Akers, sér nefnilega á eftir Lesa meira
Steve Stricker hlýtur Payne Stewart viðurkenninguna – myndskeið
Steve Stricker er einn af góðu gæjunum á PGA Tour. En átti Stricker að hljóta Payne Stewart Award? Fystu 11 sem hlutu viðurkenninguna eftirsóttu höfðu lagt sitt af mörkum til góðgerðarmála, en Stricker er ekki þekktur fyrir nein bein tengsl við slík mál. Þannig að þegar Stricker sat við höfuðborðið ásamt framkvæmdastjóra PGA, Tim Finchem, þar sem sá síðarnefndi taldi upp afrek hins 12 falda sigurvegara á PGA Tour, þá var enn ekki ljóst af hverju Stricker væri að hljóta verðlaunin. En allt þetta breyttist þegar Stricker hélt ræðu, en hann er e.t.v. eini sigurvegarinn sem hefir farið í kerfið bara við það að hljóta heiðurinn. „Ég er auðmjúkur að Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson í 7. sæti á Coastal Georgia Invitational
Hrafn Guðlaugsson, frá Egilsstöðum, klúbbmeistari GSE og lið hans í Faulkner University gerðu góða ferð í Sea Island golfklúbbinn á St. Simmons Island í Georgíu, en þar fór fram dagana 17.-18. september, Coastal Georgia Men´s Invite mótið. Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Hrafn var á næstbesta skori í liði sínu, samtals á 6 yfir pari, 222 höggum (73 77 72). Hann deildi 7. sæti með 2 öðrum, sem er glæsilegt hjá Hrafni!!! Lið Hrafns, golflið Faulkner University varð í 3. sæti á samtals 27 yfir pari 891 höggum (295 299 297). Í 1. sæti varð lið Lee University á 20 yfir pari og í 2. sæti lið gestgjafanna Coastal Lesa meira
Kylfingar 19. aldar: nr. 29 – Abe Mitchell
S.l. sunnudag hófst hér á Golf 1 ný greinaröð 10 smásagna eftir PG Wodehouse eins ástsælasta enska rithöfundar á framanverðri 20. öld. Wodehouse myndi örugglega finnast skrítið að leitarvél á netinu heiti í höfuðið á einni þekktustu sögupersónu hans, þjóninum Jeeves. Sögurnar eftir Wodehouse sem sagðar verða hér á hverjum næstu 9 sunnudaga, (en sú fyrsta birtist reyndar aftur hér til upprifjunnar, samhliða þessari grein) eru úr golfsmásagnabók hans (annarri af tveimur) sem heitir The Clicking of Cuthbert. Í fyrstu sögunni sem ber sama heiti og bókin koma tveir af þekktustu kylfingum Breta við sögu: Abe Mitchell og Harry Vardon. Harry Vardon var einskonar Tiger síns tíma og Mitchell þótti feykigóður. Lesa meira
The Clicking of Cuthbert 1. saga: Klikkun Cuthberts
Í fyrstu smásögu PG Wodehouse í The Clicking of Cuthbert, sem ber samnefnt heiti og bókin er „The Oldest Member,“ eða elsti félaginn í golfklúbbnum kynntur til sögunnar. Hann er sögumaður í öllum öðrum sögunum sem fylgja. Clicking of Cuthbert hefst á því að ungur maður kemur í uppnámi inn í klúbbhúsið, hendir sér niður í stól og segir þjóninum að hann megi eiga kylfurnar sínar eða ef hann vilji þær ekki gefa kylfuberunum þær. Hann er í uppnámi og elsti félaginn segir okkur að hann hafi fylgst með manninum á vellinum stuttu áður, þar sem hann sló 7 högg á 1. braut og setti síðan nokkra bolta í vatnið Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og lið hennar í Pfeiffer urðu í 2. sæti í Converse Invite
Í gær fór fram 1 dags mót: Converse Invite by Founders FCU, í Carolina Country Club, í Spartansburg, Suður-Karólínu. Þátttakendur voru 38 frá 7 háskólum og meðal þeirra var Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, GA og lið hennar frá Pfeiffer University. Skor Stefaníu virðist ekki hafa talið en lið Pfeiffer háskóla varð í 2. sæti af þeim 7 liðum, sem þátt tóku. Sjá má úrslitin úr þessu 1 dags móti – Converse Invite með því að SMELLA HÉR: Næsta mót sem Stefanía Kristín tekur þátt í er Lander Invitational sem fram fer á Hilton Head, Suður-Karólínu 29.-30. september n.k.
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór Björnsson T-6 eftir 1. hring Moe O´Brien Intercollegiate
Andri Þór Björnsson, GR og lið hans Colonels í Nicholls State, kláruðu að spila 1. hring á Moe O´Brien Intercollegiate mótinu í gær. Mótið fer fram í Koasati Pines, í Kinder, Louisiana. Leik var frestað í gær og búið að taka ákvörðun að spila ætti báða hringi í dag, vegna óveðurs. Því var síðan breytt aftur og 18 holur spilaðar í gær og 18 í dag. Andri Þór átti flottan hring upp á 1 undir pari, 71 högg og deilir sem stendur 6. sætinu í mótinu eftir 1. hring. Andri Þór var á besta skori í liði Colonels eftir 1. hring. Til þess að sjá umfjöllun á heimasíðu Colonels golfliðs Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn Björk er fædd 18. september 1960. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Björk Eggertsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ari Friðbjörn Guðmundsson, 18. september 1927 forystumaður í samtökum kylfinga um árabil …… 0g …… Guðlaugur Þorsteinsson (34 ára) Ásgerður Gísladóttir (49 ára) Bryggjan Akureyri Guðjón Reyr Þorsteinsson (34 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira







