Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders í Belmont Abbey. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 13:30

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi á 74 eftir 1. hring Kiawah Island Intercollegiate

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR og The Crusaders, golflið Belmont Abbey háskóla, taka þátt í tveggja daga móti: Kiawah Island Intercollegiate.

Gestgjafi er USC og spilað er á Kiawah Island resort, þar sem PGA Championship risamótið fór fram í ár á Ocean-golfvelli staðarins og Rory McIlroy sigraði svo eftirminnilega á (sigurskor hans var 275 högg (67 75 67 66) og átti hann 8 högg á þann sem næstur kom Englendinginn David Lynn. En það er aftur önnur saga.)  Sjá má heimasíðu Kiawah Island resort með því að SMELLA HÉR: 

Arnór Ingi var á 2 yfir pari 74 höggum, í gær, fyrri dag mótsins og er á 3. besta skori liðs síns.

Lið Belmont Abbey er í 11. sæti, á samtals 13 yfir pari, 301 höggi.

Seinni hringurinn í mótinu verður spilaður í dag.

Sjá má frétt um Arnór Inga og golflið Belmont Abbey á Kiawah Island Intercollegiate  af heimasíðu háskólans með því að SMELLA HÉR: