Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 18:10

GG: Gunnar Már Gunnarsson og Sigurður Þór Birgisson sigruðu í Opna samhentir

Opna Samhentir – Texas Scramble mótið fór fram í gær á Húsatóftavelli og var þátttaka í mótinu vægast sagt góð. 142 kylfingar tóku þátt í mótinu og léku við nokkuð vindasamar aðstæður. Mótanefnd GG vill koma fram þökkum til allra keppenda fyrir þátttökuna og vonar að keppendur hafi notið þess að spila þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

Heimamennirnir Gunnar Már Gunnarsson, fyrrverandi formaður GG, og Sigurður Þór Birgisson fóru með sigur af hólmi í mótinu. Þeir léku undir heitinu The Swils og léku á 64 höggum nettó. Nokkrar sveitir urðu jafnar á 65 höggum. Sveit Feðgana…, skipuð þeim Grétari Agnarssyni og Atla Má Grétarssyni úr Keili, varð í öðru sæti en þeir voru með bestu seinni níu holurnar. Sveit Ekki bræðra, skipuð þeim Svani Jónssyni og Ingvari Jónssyni úr GÞ urðu í þriðja sæti á betri síðustu sex holunum. Gísli Jónsson og Halldór Jóel Ingvason úr GG urðu svo í fjórða sæti.

Efstu sveitir:
1. The Swils 64 nettó
2. Feðgarnir… 65 (b. seinni níu)
3. Ekki bræður 65 (b. síðustu sex holur)
4. Gísli og Halldór 65
5. Golfarnir 65
6. One 65

Nándarverðlaun voru veitt á tveimur brautum og féllu eftirfarandi:
2. braut – Leifur Guðjónsson GG, 2,40m
18. braut – Arnfríður Grétarsdóttir GG, 2,45m

Nánari úrslit í mótinu má sjá hér að neðan. Vinninga má vitja í Golfskála Grindavíkur. Athugasemdum um úrslit í mótinu má senda á gggolf@gggolf.is. GG verður með tvö opin mót um næstu helgi á Húsatóftavelli; Opna Bláa Lóns kvennamótið á laugardeginum og Opna Grindin á sunnudeginum þar sem leikinn verður punktakeppni. Skráning er hafin í bæði mótin og fer skráning fram á golf.is

Til þess að sjá úrslitin í heild SMELLIÐ HÉR: