Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO, er í 3. sæti þegar Íslandsmótið í höggleik er hálfnað. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 23:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og lið San Francisco í 5. sæti á Oregon State Invitational eftir 1. hring

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og lið University of San Francisco taka nú þátt í Oregon State Invitational. Mótið stendur dagana 17.-18. september. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum.

Spilað er á Trysting Tree Golf Club í Cornvallis, Oregon en sjá má myndir frá golfvellinum og klúbbnum með því að SMELLA HÉR: 

Eygló Myrra spilaði fyrsta hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er  T-42, sem stendur. Hún fékk 2 fugla og 6 skolla. Lið San Francisco State er í 5. sæti, eftir 1. hring. Leikur á 2. hring stendur yfir nú og er úrslita að vænta í nótt.  Skor Eyglóar Myrru var 4. besta skorið í liðinu og telur, því 4 bestu skor af 5 telja.

Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis í mótinu!!!

Til þess að fylgjast með stöðunni á Oregon State Invitational SMELLIÐ HÉR: