Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 7. sæti á Great Smokies Intercollegiate

Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon Phoenix tóku þátt í Great Smokies Intercollegiate mótinu, í Waynesville, Norður-Karólínu.

Þátttakendur í mótinu voru 83 frá 15 háskólum.

Upphaflega átti þetta að vera 36 holu mót, þar sem leika átti 18 holur, mánudaginn, 17. september og 18 holur í dag, 18. september, en vegna slæmrar veðurspár voru báðir hringir mótsins spilaðir í gær.

Sunna stóð sig best af liði Elon Phoenix spilaði á samtals sléttu pari, 144 höggum (70 74) – fékk 1 örn og 7 fugla. Hún deildi 7. sætinu ásamt Alazne Urizar frá SCAD-Svnah. Frábær árangur hjá Sunnu!!!

Lið Sunnu, Elon Phoenix varð í 4. sæti á samtals 586 höggum (294 292).

Til þess að sjá frétt um Sunnu og golflið Elon Phoenix á Great Smokies Intercollegiate mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin á Great Smokies mótinu SMELLIÐ HÉR: