Ryo Ishikawa með Ryo dúkkunni vinsælu, en hún var vinsælt kylfu cover í Japan og víðar.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2012 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ryo Ishikawa – 17. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er japanski kylfingurinn Ryo Ishikawa (japanska: 石川 遼)  Ryo  fæddist 17. september 1991 í Matsubushi, Saitama í Japan og er því 21 árs í dag. Hann hefir viðurnefnið „Hanikami Ōji“eða feimni prinsinn upp á japönsku. Ryo gerðist atvinnumaður 2008 og hefir á ferli sínum sigrað í 10 atvinnumannamótum þar af 9 á japanska PGA. Tíunda mótið sem hann sigraði á var Kansai Open. Ryo varð sá yngsti til að sigra mót á japanska PGA, en það var á Munsingwear Open KSB Cup, þegar Ryo var 15 ára og 8 mánaða.

Í Japan hefir verið framleidd “Ryo-dúkka”, sem er mjög vinsælt kylfu-cover. Dúkkan er í rauðum buxum, hvítum bol og með rautt skyggni og segist Ryo oft vera í þessu “outfitti”, þar sem hann telur það færi sér heppni.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Torakichi Nakamura (中村 寅吉 Nakamura Torakichi, 17. september 1915 – 11. feb 2008); Scott William Simpson, 17. september 1955 (57 ára);   Craig A. Spence, 17. september 1974 (38 ára);  Jennifer Rosales, frá Filipseyjum 17. september 1978 (34 ára) ….. og …..

Ragnhildur Pála (61 árs)

Golf 1 óskar öllum, sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is