GA: Jarðarinn skartar sínu fegursta
Jaðarsvöllur skartar sínu fegursta. Golfklúbbur Akureyrar vill vekja athygli á því að völlurinn er í sínum besta skrúða. Veðrið eins og best verður á kosið og spáin góð og því kjörið tækifæri að koma golf. Meðfylgjandi mynd er tekin um hádegi í fyrradag. Heimild: gagolf.is
Stefán Már á 6 yfir pari og Þórði Rafn á 9 yfir pari eftir 2. hring á Fleesensee!!!
Í Golf & Country Club Fleesensee í Göhren-Lebbin í Þýskalandi fer fram 1. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð karla. Tveir þátttakendur frá Íslandi eru meðal keppenda, þeir Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR. Þegar úrtökumótið er hálfnað er Stefán Már búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) og Þórður Rafn á 9 yfir pari, 153 höggum (71 82). Stefán Már er T-65 og Þórður Rafn T-84 en keppendur eru 93. Aðeins 24 keppendur halda áfram á 2. stig úrtökumótsins. Í efsta sæti er Svíinn Marcus Larsson, á samtals 15 undir pari, 129 höggum (66 63). Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs Lesa meira
Ólafur Björn á 74 eftir 1. dag á úrtökumótinu fyrir PGA í Dallas
Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði fyrsta hringinn á 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina í The Golf Club of Dallas í gær. Þátttakendur eru 78. Þetta er par-70 golfvöllur og Ólafur Björn lék á 4 yfir pari, 74 höggum og deilir 52. sætinu með nokkrum öðrum. Ólafur Björn fékk 3 fugla, 5 skolla og 1 skramba. Í efsta sæti er Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen á 4 undir pari, 66 höggum og munar því 8 höggum á Ólafi Birni og honum. Efstu 38 og þeir sem jafnir eru í 38. sæti komast á næsta stig úrtökumótsins. Það er því ekki öll nótt úti enn, en sem stendur hefði Ólafur Björn aðeins þurft Lesa meira
Fred Couples fær inngöngu í Frægðarhöll kylfinga
Nú fyrr í kvöld var tilkynnt að fimmtánfaldur sigurvegari á PGA Tour, Fred Couples myndi hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga og er hann sá fyrsti sem hlýtur inngöngu 2013. Framkvæmdastjóri PGA, Tim Finchem tilkynnti að Couples hefði verið kosinn í kosningu PGA Tour fyrir Tour Championship, sem hefst á morgun. Fred Couples hlýtur formlega inngöngu við vígsluathöfn í Frægðarhöllina 6. maí 2013 í World Golf Village í St. Augustine, Flórída. Vígsluathöfinin er undarfari PLAYERS Championship og viðeigandi að Couples verði valinn í frægðarhöllina þá, því hann vann einmitt PLAYERS Championship 1984 og 1996. „Fred Couples er einn af þessum einstöku leikmönnum, hvers hæfileikar og afrek eru á Frægðarhallar-kalíber, sem og Lesa meira
Golfútbúnaður: Nýtt 73° fleygjárn frá Feel Golf
Feel Golf er búið að setja á markaðinn nýtt fleygjárn sem er með 73° loft og fullnægir reglum USGA um grópir. „Ég hugsa að það hjálpi golfaranum sem spilar golf í tómstundum meira en kylfingnum á túrnum,“ sagði forstjóri Feel Golf, Leo Miller og var þar að vísa til nýja 73° fleygjárnsins „Það góða við það er að við hönnuðum það fyrir leikmann til þess að taka fulla sveiflu, sem án efa er sú sveifla sem oftast er endurtekin af öllum. Ég er með náunga hér sem hlýtur að vera með 120 í forgjöf. Eina kylfan sem hann getur hitt stöðugt í 3 eða 4 skipti af 10 er nýja Lesa meira
Furyk: „Rory verður merktur maður á Ryder Cup“
Númer 1 á heimslistanum Rory McIlroy er sá, sem allir vilja sigra á Tour Championship, síðasta mótinu á FedExCup umspilinu eða haustmótaröðinni eins og hún er stundum kölluð. Eins mun hann verða „merktur maður“ þegar hann og félagar hans í liði Evrópu í Ryder Cup, hefjast handa við að verja titilinn frá 2010 í næstu viku í úthverfi Chicago,“ sagði Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk. Norður-Írinn Rory McIlroy hefir sigrað í þremur af síðustu 4 PGA mótum sem hann hefir tekið þátt í og er tekinn við af Tiger skv. Furyk. „Hann er augljóslega brennimerktur maður,“ sagði Furyk við fréttamenn á East Lake Golf Club í dag. „Hann er kylfingur nr. 1 Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 2012 í St. Petersburg, Flórída og því 27 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún Lesa meira
Ólafur Björn Loftsson tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA í dag í Dallas
Ólafur Björn Loftsson, NK, mun í dag taka þátt í einu af fjölmörgum 1. stig úrtökumótum Q-school PGA fyrir PGA mótaröðina. Hann hefur leik í the Dallas Golf Club en sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: Ólafur Björn gerðist atvinnumaður í sumar. Hann er eini Íslendingurinn sem keppt hefir á móti á PGA mótaröðinni, en það var í Wyndham Championship, dagana 18.-21. ágúst 2011, í Sedgefield Country Club í Greensboro, en í því móti sigraði „heimamaðurinn“ Webb Simpson og hlaut fyrir tæplega $1 milljón í verðlaunafé. Litlu munaði að Ólafur Björn kæmist í gegnum niðurskurðinn. Undanfarin ár hefir Ólafur Björn stundað háskólanám í Charlotte, Norður-Karólínu og spilað Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór Björnsson varð í 6. sæti á Moe O´Brien mótinu!!!
Andri Þór Björnsson, GR og lið hans GeauxColonels í Nicholls State, luku leik á Moe O´Brien Intercollegiate mótinu í gær. Þátttakendur voru 39 frá 7 háskólum. Mótið fór fram í Koasati Pines, í Kinder, Louisiana. Andri Þór spilaði samtals á 1 undir pari, samtals 143 höggum (71 72) höggum og deildi 6. sætinu með Blake Pugh, SFA í einstaklingskeppninni. Glæsilegt hjá Andra Þór!!! Í liðakeppninni varð golflið Nicholls State í 7. og síðasta sæti af háskólaliðunum á samtals 589 höggum (296 293). Nokkra athygli vakti að Pétur Freyr Pétursson lék ekki með The Colonels að þessu sinni, en í golfliði Nicholls State eru sem stendur 12 kylfingar og baráttan um Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og UNCG í 8. sæti á Cardinal Cup
Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG spiluðu þann 17.-18. september á Cardinal Cup mótinu, á Cardinal Cup golfvellinum í Simpsonville, Kentucky. Keppendur voru 87 frá 15 háskólum. Berglind varð í 45. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deildi ásamt 3 öðrum. Hún lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (72 82 80). Berglind var á 3. besta skorinu í liði sínu og því taldi skor hennar. Lið UNCG varð í 8. sæti í liðakeppninni, á samtals 52 yfir pari, 916 höggum (291 317 308). Til þess að sjá úrslitin á Cardinal Cup SMELLIÐ HÉR: Næsta mót Berglindar er á heimavelli en það er Starmount Forest Tournament, þar sem gestgjafinn er háskóli Berglindar UNCG. Lesa meira








