Berglind Björnsdóttir, GR. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind Björnsdóttir og UNCG í 8. sæti á Cardinal Cup

Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG spiluðu þann 17.-18. september á Cardinal Cup mótinu, á Cardinal Cup golfvellinum í Simpsonville, Kentucky.

Keppendur voru 87 frá 15 háskólum.

Berglind varð í 45. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deildi ásamt 3 öðrum. Hún lék á samtals 18 yfir pari, 234 höggum (72 82 80). Berglind var á 3. besta skorinu í liði sínu og því taldi skor hennar.

Lið UNCG varð í 8. sæti í liðakeppninni, á samtals 52 yfir pari, 916 höggum (291 317 308).

Til þess að sjá úrslitin á Cardinal Cup SMELLIÐ HÉR: 

Næsta mót Berglindar er á heimavelli en það er Starmount Forest Tournament, þar sem gestgjafinn er háskóli Berglindar UNCG. Mótið hefst 1. október n.k.