Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 10:30

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór Björnsson varð í 6. sæti á Moe O´Brien mótinu!!!

Andri Þór Björnsson, GR og lið hans GeauxColonels í Nicholls State, luku leik á Moe O´Brien Intercollegiate mótinu í gær.

Þátttakendur voru 39 frá 7 háskólum. Mótið fór fram í Koasati Pines, í Kinder, Louisiana.

Andri Þór spilaði samtals á 1 undir pari, samtals 143 höggum (71 72) höggum og deildi 6. sætinu með Blake Pugh, SFA í einstaklingskeppninni. Glæsilegt hjá Andra Þór!!!

Í liðakeppninni varð golflið Nicholls State í 7. og síðasta sæti af háskólaliðunum á samtals 589 höggum (296 293).

Nokkra athygli vakti að Pétur Freyr Pétursson lék ekki með The Colonels að þessu sinni, en í golfliði Nicholls State eru sem stendur 12 kylfingar og baráttan um sæti í liðinu mikil.

Til þess að sjá umfjöllun um frammistöðu The Colonels á Moe O´Brien Intercollegiate mótinu á heimasíðu Nicholls State SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá úrslitin á Moe O´Brien mótinu SMELLIÐ HÉR:  

Næsta mót The Colonels, liðs Andra Þórs og Pétur Freys er Squire Creek Invitational mótið  í Choudrant, Louisiana og hefst það 1. október n.k.