Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 2012 í St. Petersburg, Flórída og því 27 ára í dag.

Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti.

Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra).

Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn.

Næst sigraði hún í Ginn Open í apríl 2007, þar sem hún rétt marði Lorenu Ochoa á 72 holunni. Sama ár var Lincicome í fyrsta skipti með í liði bandaríkjamanna í Solheim Cup og síðan einnig í Solheim Cup 2009, en í bæði skiptin vann bandaríska liðið sigur.

Brittany Lincicome vann sinn fyrsta sigur í risamóti á s.l. ári, 2009, þegar hún vann Kraft Nabisco mótið með ótrúlegum erni á 18. braut. Svo sem hefð er fyrir í Kraft Nabisco mótinu stakk hún sér í tjörnina við 18. flot, til þess að fagna þessum risasigri.

Í fyrra 2011 vann Brittany tvívegis á LPGA þ.e. í ShopRite LPGA Classic mótinu, 5. júní og í CN Canadian Women´s Open, 28. ágúst 2011. Í ár, 2012, hefir hún ekki sigrað í neinu móti, á LPGA.

Brittany Lincicome hefir 3 sinnum átt sæti í liði Bandaríkjanna í Solheim Cup: 2007, 2009 og 2011.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jane Blalock, 19. september 1945 (67 ára);  Ryan Palmer, 19. september 1976 (36 ára);  Melissa Reid, 19. september 1987 (25 ára).

….. og …..

Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is