Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 04:30

Stefán Már á 6 yfir pari og Þórði Rafn á 9 yfir pari eftir 2. hring á Fleesensee!!!

Í Golf & Country Club Fleesensee í Göhren-Lebbin í Þýskalandi fer fram 1. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröð karla. Tveir þátttakendur frá Íslandi eru meðal keppenda, þeir Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson, GR.

Þegar úrtökumótið er hálfnað er Stefán Már búinn að spila á samtals 6 yfir pari, 150 höggum (75 75) og Þórður Rafn á 9 yfir pari, 153 höggum (71 82).

Stefán Már er T-65 og Þórður Rafn T-84 en keppendur eru 93. Aðeins 24 keppendur halda áfram á 2. stig úrtökumótsins.

Í efsta sæti er Svíinn Marcus Larsson, á samtals 15 undir pari, 129 höggum (66 63).

Golf 1 óskar Stefáni Má og Þórði Rafni góðs gengis í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee SMELLIÐ HÉR: