Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 04:00

Ólafur Björn á 74 eftir 1. dag á úrtökumótinu fyrir PGA í Dallas

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði fyrsta hringinn á 1. stigi úrtökumóts fyrir PGA mótaröðina í The Golf Club of Dallas í gær.  Þátttakendur eru 78.

Þetta er par-70 golfvöllur og Ólafur Björn lék á 4 yfir pari, 74 höggum og deilir 52. sætinu með nokkrum öðrum.  Ólafur Björn fékk 3 fugla, 5 skolla og 1 skramba.

Í efsta sæti er Norðmaðurinn Joakim Mikkelsen á 4 undir pari, 66 höggum og munar því 8 höggum á Ólafi Birni og honum.

Efstu 38 og þeir sem jafnir eru í 38. sæti komast á næsta stig úrtökumótsins. Það er því ekki öll nótt úti enn, en sem stendur hefði Ólafur Björn aðeins þurft að spila 2 höggum betur til þess að tryggja sig í þann hóp.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis í dag!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring úrtökumótsins í Dallas fyrir PGA mótaröðina SMELLIÐ HÉR: