Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 17:30

Golfútbúnaður: Nýtt 73° fleygjárn frá Feel Golf

Feel Golf er búið að setja á markaðinn nýtt fleygjárn sem er með 73° loft og fullnægir reglum USGA um grópir.

„Ég hugsa að það hjálpi golfaranum sem spilar golf í tómstundum meira en kylfingnum á túrnum,“ sagði forstjóri Feel Golf, Leo Miller og var þar að vísa til nýja 73° fleygjárnsins „Það góða við það er að við hönnuðum það fyrir leikmann til þess að taka fulla sveiflu, sem án efa er sú sveifla sem oftast er endurtekin af öllum. Ég er með náunga hér sem hlýtur að vera með 120 í forgjöf. Eina kylfan sem hann getur hitt stöðugt í 3 eða 4 skipti af 10 er nýja 73° fleygjárnið.“

Markmiðið með 73° fleygjárninu sagði Miller er að koma í veg fyrir þörf tómstundakylfingsins að opna kylfuna í tilraun til þess að slá boltann hærra og fá hann til að lenda mjúkt. „Miðið bara á pinnann“ sagði Miller.

Phil Mickelson notar 64-gráðu wedge, sem er hæsta loftið af fleygjárnum á PGA Tour.

Feel Golf hefir áður kynnt 73° fleygjárn, sem hluta af fleygjárnsframboði sínu, en án viðeigandi grópa. Þetta nýja er með satín frágangi og hefir verið talið fullnægja reglum bandaríska golfsambandsins (USGA) um grópir.

En hver er markaðurinn fyrir  73-gráðu wedga? „Ég var í viðtali á PGA Tour XM,“ sagði Miller. „Ég hef aldrei áður séð þvílíkar pantanir á 73° wedga pöntunum, eftir það. Frá því á föstudaginn höfum við selt meira en 200 af þeim.“ (viðtalið var birt mánudaginn 17. september – þ.e. Miller á við pantanir á 1 degi.“

Augljósa spurningin er auðvitað að ef einhver kýs að opna kylfuna, myndi sá hinn sami slá í höfuðið á sér? Miller hló.  „Þetta er það sama og var sagt um 60° fleygjárnin og 64° fleygjárnin,“ sagði hann.

Sjá má heimasíðu Feel Golf með því að SMELLA HÉR: 

Heimild: Golf Digest