Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2012 | 11:00

Ólafur Björn Loftsson tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA í dag í Dallas

Ólafur Björn Loftsson, NK, mun í dag taka þátt í einu af fjölmörgum 1. stig úrtökumótum Q-school PGA fyrir PGA mótaröðina. Hann hefur leik í the Dallas Golf Club en sjá má heimasíðu klúbbsins með því að SMELLA HÉR: 

Ólafur Björn gerðist atvinnumaður í sumar.

Hann er eini Íslendingurinn sem keppt hefir á móti á PGA mótaröðinni, en það var í Wyndham Championship, dagana 18.-21. ágúst 2011, í Sedgefield Country Club í Greensboro, en í því móti sigraði „heimamaðurinn“ Webb Simpson og hlaut fyrir tæplega $1 milljón í verðlaunafé. Litlu munaði að Ólafur Björn kæmist í gegnum niðurskurðinn.

Undanfarin ár hefir Ólafur Björn stundað háskólanám í Charlotte, Norður-Karólínu og spilað með 49´s, golfliði skólans.

Golf 1 óskar Ólafi Birni góðs gengis í úrtökumótinu!!!

Til þess að fylgjast með gengi Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: