Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2012 | 07:00

PGA: Hápunktar og högg 1. dags á Tour Championship

Nú um helgina fer fram lokakeppni FedExCup umspilsins í East Lake, Atlanta, Georgía í Bandaríkjunum; Tour Championship. Það eru Tiger Woods og Justin Rose sem leiða eftir 1. dag; eru báðir á 4 undir pari, 66 höggum, með 6 fugla og 2 skolla, hvor. Aðeins eru 30 stigahæstu í umspilinu sem eftir standa og munur milli forystumannanna og þess, sem er í 30. sæti 9 högg, en í því neðsta er Nick Watney með 75 högg. Flestir keppendur eða 7 spiluðu á 1 undir pari, 69 höggum í gær, þ.á.m. nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  Til þess Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 21:30

PGA: Tiger og Justin Rose leiða eftir 1. hring Tour Championship

Í dag hófst Tour Championship í East Lake Club. Það eru Tiger Woods og Justin Rose sem leiða eftir 1. dag – báðir komu í hús á 4 undir pari, 66 höggum. Tiger missti rétt í þessu af fuglapútti á 18. flöt, sem hefði tryggt honum einum forystu í mótinu. Tiger fékk 6 fugla og 2 skolla á hringnum alveg eins og Rose. Í 2. sæti á 67 höggum eru þeir Scott Piercy, Boo Van Pelt, Steve Stricker og Matt Kuchar, allt Bandaríkjamenn. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 21:00

Bein útsending frá Tour Championship

Á heimasíðu PGA Tour er linkur inn á beina útsendingu frá síðustu umferð haustmótaraðarinnar, í FedExCup, Tour Championship, sem fram fer í East Lake golfklúbbnum. Þar etja 30 sem eftir standa í FedExCup umspilinu kappi um 10 milljón dollara bónus pott. Meðal þeirra er bestu kylfingar heims: Rory McIlroy, Tiger Woods, Dustin Johnson, Zach Johnson, Lee Westwood og Sergio Garcia svo einhverjir séu nefndir. Eftir að komið er á heimasíðu PGA Tour þarf að smella á örina við hliðina á LIVE merkið í glugganum og þá birtist beina útsendingin, en til þess að komast á heimasíðu PGA Tour SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 17:15

Úlfar Jónsson: „Við stefnum á topp 3″

Golf 1 tók örstutt viðtal við landsliðsþjálfarann, Úlfar Jónsson, sem sjálfur var staddur á teig, að fara að spila golf í góðviðrinu hér sunnanlands. Golf 1: Hvernig finnst þér strákarnir vera að standa sig í Búlgaríu? Úlfar: Mjög vel – Skorin voru góð í dag – Ragnar Már var á 67 – svo vorum við með 70, 71,72 sem eru mjög flott skor. Verst að við urðum að skila inn 79. En við erum aðeins 6 höggum frá 3. sætinu og 7 höggum frá 1.-2. sætinu, þannig að ef allir spila skv. getu sinni þá er þetta fljótt að koma. Þetta fer að detta inn á morgun og á næstu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 16:20

Ragnar Már á 4 undir pari eftir 1. dag!!! – Íslenska landsliðið undir 18 ára í 4. sæti á European Boys Challenge Trophy

Íslenska piltalandsliðið undir 18 ára tekur nú þátt í undankeppni Evrópumóts unglinga – European Boys Challenge Trophy. Mótið fer fram í St. Sofia Golf & Spa, í Búlgaríu og stendur dagana 20.-22. september. Það er sambærilegt því móti sem haldið var á Hvaleyrinni í sumar, nema nú eru keppendur 18 ára og yngri. Íslenska landsliðið verður að ná einu af 3 efstu sætunum til þess að komast á sjálft Evrópumótið. Eftir daginn í dag er íslenska landsliðið í 4. sæti. Það er skipað þeim: Ragnari Má Garðarssyni, GKG (sem spilaði á 4 undir pari í dag, 67 höggum!!!) – Bjarka Péturssyni, GB (sem spilaði á 1 undir pari í dag, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 15:30

LET: Nikki Garrett með frábæran hring – 64 högg – á Tenerife Open de España Femenino

Í dag hófst Tenerife Open de España Femenino á Las Americas golfvellinum í Tenerife, sem margir Íslendingar kannast við. Mótið stendur dagana 20.-23. september, þ.e.a.s. er 4 daga mót. Eftir 1. hring leiðir ástralska fegurðardísin Nikki Garrett en hún kom inn á glæsiskori 8 undir pari, 64 höggum. Garrett skilaði hreinu skorkorti með 8 fuglum og 10 pörum. Í 2. sæti, 3 höggum á eftir Nikki Garret er enska stúlkan Trish Johnson á 5 undir pari, 67 höggum. Enn eiga nokkrar eftir að ljúka leik og gæti hin bandaríska Esther Choe orðið efstu konunum skeinuhætt en hún er komin á 5 undir par en á 6 holur eftir óspilaðar.  Sætaröðin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 15:00

Stefán Már á 70 höggum og Þórður Rafn á 76 eftir 3. dag á Fleesensee

Stefán Már Stefánsson, GR og Þórður Rafn Gissurarson,  GR hafa báðir lokið við 3. hring á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi. Stefán Már átti glæsihring í dag upp á 2 undir pari, 70 högg  í dag, meðan Þórður Rafn bætti sig um 6 högg frá hringnum í gær. Samtals er Stefán Már á 4 yfir pari (75 75 70) nú en Þórður Rafn 13 yfir pari (71 82 76). Sem stendur eru það þeir sem eru að spila á samtals 2 undir pari sem komast áfram á 2. stig úrtökumótsins.  Stefán Már á því örlitla von, spili hann vel á morgun, en næsta útilokað er að Þórður Rafn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 14:30

GA: Árni Björn Árnason fór holu í höggi á 18. braut Jaðarsvallar

Árni Björn Árnason, GA, fór holu í höggi á par-3 18. brautinni í gær. Að sögn Árna var þetta draumahögg í alla staði, en kúlan var strikbein stefndi beint á holu lenti í flatarkanti og rúllaði beint í. Árni Björn og félagar spila nánast upp á hvern einasta dag ársins þegar hægt er að komast í golf og spila þá 9 holur og þá yfirleitt fyrri 9 holurnar en í gær breyttu þeir út af og spiluðu seinni 9 og endaði sá hringur á holu í höggi á 18. Árni er búin að bíða eftir þessu draumahöggi í yfir 30 ár – hefir aldrei farið áður holu í höggi. Með Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 13:44

GA: Magnús V. Magnússon fór holu í höggi!!!

Magnús V Magnússon kylfingur úr Golfklúbbi Akureyrar (GA) gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 8.braut Hólmsvallar í Leiru, sunnudaginn 16. september s.l. Magnús notaði fleygjárn við draumahöggið en þeir félagarnir misstu af flugi boltans sem þó stefndi allan tímann á pinnann. Þeir leituðu því dágóða stund að boltanum þar til þeir uppgötvuðu hann í holunni. Þetta er í annað sinn sem Magnús fer holu í höggi en fyrra skiptið fór hann holu í höggi á Urriðavelli þeirra Oddfellowa. Golf 1 óskar Magnúsi til hamingju með draumahöggið!!! Heimild: Heimasíða GS www.gs.is

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2012 | 13:00

Todd Baek með 25 högg á fyrri 9

Meðalkylfingurinn er kominn í  25 högg eftir 4-5 holur. Ímyndið ykkur að ná 25 höggum á hálfum golfhring!!! Todd Baek tókst það s.l. sunnudag, þ.e. 16. september 2012…. og jafnvel hann trúði því ekki sjálfur. Todd Baek, 20 ára stúdent úr Rancho Bernardo menntaskólanum og fyrrum kylfingur í San Diego State fékk 3 erni, 5 fugla og 1 par og fyrri 9 á hring þar sem hann var að leika sér Salt Creek Golf Club í  Chula Vista. Alls gerði þetta 11 undir pari, 25 högg!!! „Ég var undrandi,“ sagði Baek á mánudaginn. „Hvað er eiginlega að gerast hugsaði ég?“ Við vorum að spila með nokkra dollara undir, þannig að Lesa meira