Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2012 | 20:30

Birgir Leifur á 71 höggum eftir 1. dag í Bogogno

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti á 1. stigi fyrir Evrópumótaröðina. Mótið fer fram í Bogogno á Ítalíu. Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 71 höggi. Hann fékk 5 fugla, 2 skolla og skramba á hringnum og deilir 17. sæti með 10 öðrum kylfingum eftir 1. dag. Það eru 29 efstu sem komast áfram á annað stig úrtökumótsins, en skorið verður niður eftir 3 hringi. Sá sem leiðir eftir 1. dag er Svíinn Robin Wingardh á 6 undir pari, 66 höggum. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2012 | 08:00

Golf 1 eins árs í dag!!!

Golf 1 er eins árs í dag, þ.e.  1 ár er frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum.  Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  Frá því fyrir ári síðan hafa tæp 3500 greinar birtst á Golf1, þar af um 100 á ensku,  ásamt 110 myndaseríum. Það gerir u.þ.b. 9.6 greinar per dag allt árið um kring og hér um bil 1 enska grein eða myndaseríu í birtingu 3. hvern dag. Golf Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 18:45

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2012

Það er Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, sem líka á stórt afmæli í ár, en 60 ár eru frá stofnun klúbbsins.  Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má. Sjá má nýlegt viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Tommy Armour, f. 24. september 1895- d. 11. september 1968) ; W-7 módelið Lisa Hall, 24. september 1967 (45 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 15:30

Viðbrögð Brandt Snedeker við sigrinum á Tour Championship

Golf 1 hefir áður kynnt kylfinginn Brandt Snedeker til sögunnar í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? og má sjá umfjöllun um hann með því að smella hér: Brandt Snedker 1  –  Brandt Snedeker 2  –  Brandt Snedeker 3  –  Brandt Snedeker 4 Brandt Snedeker er heitasta umfjöllunarefnið í golfheiminum, sem stendur eftir að hafa sigrað á Tour Championship og þar með unnið sér inn tæpar 11 milljónir bandaríkjadala. Hér má lesa um viðbrögð hans við nokkrum spurningum blaðamannamanna að sigri loknum: • Afstaða Snedeker til þess að sigra TOUR Championship styrktu af  Coca-Cola og FedExCup umspilið: „Þetta er það sem maður vinnur að allt sitt líf. Ég lít á öll púttin sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 10:15

Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Valdís Þóra keppa á heimsmeistaramóti kvenlandsliða áhugamanna í Tyrklandi n.k. fimmtudag

Á fimmtudaginn n.k. hefst í Gloria Golf Club, Antalya, Tyrklandi heimsmeistaramót kvenlandsliða áhugamanna í golfi (ens.: Women´s World Amateur Team Championship.) Alls taka þátt 3-4 keppendur frá 53 þjóðum og því er um geysistórt mót að ræða. Af hálfu Íslands keppa þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Liðsstjóri íslenska liðsins er Ragnar Ólafsson. Golf 1 óskar þeim góðs gengis í Tyrklandi á fimmtudag!!!

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 09:30

LEK: María Málfríður á besta skori kvenna á 4. viðmiðunarmóti LEK

Á laugardeginum, 22. september s.l., lauk 4. viðmiðunarmóti LEK til landsliðs 2013 á Hólmsvelli í Leiru. Veðrið var frábært og allar aðstæður hinar bestu og skor þátttakenda margra frábær. Starfsmenn klúbbsins stóðu vel að framkvæmd mótsins. Alls lauk 91 þátttakandi keppni. Síðasta viðmiðunarmót haustsins verður á Akranesi n.k. laugardag, 29. september. Úrslit urðu sem hér segir: Konur  50 ára og eldri Besta skor án forgjafar átti María Málfríður Guðnadóttir eða 83 högg. Flestir punktar með forgjöf: Þyrí Valdimarsdóttir 38 punktar, Bergljót Kristinsdóttir 36 punktar og Magdalena S H Þórisdóttir 35 punktar. Karlar 70 ára og eldri Bestu skor áttu Sigurður Albertsson  eða 83 högg. Flestir punktar með forgjöf: Jóhannes Jónsson 38 punktar, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 08:00

LPGA: Stacy Lewis sigraði á Navistar LPGA Classic

Það var Stacy Lewis frá Bandaríkjunum sem sigraði á Navistar LPGA Classic á samtals 18 undir pari, 270 höggum (66 70 65 69).  Fyrir sigurinn hlaut Lewis tékka upp á $ 195.000,- Lexi Thompson, sem átti titil að verja varð í 2. sætinu tveimur höggum á eftir Lewis þrátt fyrir frábæran lokahring upp á 66 högg. Ekki er laust við að hún hafi glutrað niður sigurvonunum með slökum hring á 3. degi upp á 74 högg.  Samtals spilaði Lexi á 16 undir pari, 272 höggum (63 69 74 66). Angela Stanford, Haeji Kang og Mi Jung Hur deildu 3. sætinu á 15 undir pari og Sarah Jane Smith frá Ástralíu Lesa meira

Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 17. sæti og Guðmundur Ágúst í 28. sæti á Mason Rudolph Championship

Í gær lauk í Vanderbilt Legends Club, í Franklín, Tennessee, Mason Rudolph Championship. Axel Bóasson, GK og Mississippi State lauk leik í 17. sæti og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og East Tennessee State varð í 28. sæti. Axel spilaði hringina 3 á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (76 67 73). Hann stóð sig næstbest í liði Mississippi State sem varð í 4. sæti í liðakeppninni. Guðmundur Ágúst átti slæma byrjun í mótinu var í 79. sæti eftir 1. dag þegar hann skilaði inn 80 höggum sem var versta skorið í liðinu, en náði sér strax á strik með frábærum hring upp á 68 högg næsta dag, sem hann fylgdi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 01:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn varð í 4. sæti á Mason Rudolph Women´s Championship

Í gær lauk keppni á Mason Rudolph Women´s Championship í Vanderbilt Legends Club, í Franklin, Tennessee.  Þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, keppti ásamt liði sínu, Wake Forest í mótinu og náði þeim glæsilega árangri að verða í 4. sæti ! Samtals lék Ólafía Þórunn á 5 yfir pari, 221 höggi (71 75 75). Lið Wake Forest varð í 6. sæti.  Ólafía Þórunn spilaði langbest af þeim í liði Wake Forest. Næsta mót Ólafíu Þórunnar er Tar Heel Invitational, sem fram fer 12.-14. október n.k. á Finley golfvellinum, á Chapel Hill í Norður-Karólínu. Til þess að sjá úrslitin í mótinu SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 00:30

PGA: Brandt Snedeker sigraði á Tour Championship – hápunktar 4. dags

Það er varla nokkur sem lengur efast um að val Davis Love III á Brandt Snedeker í bandaríska Ryder Cup liðið hafi verið kórrétt!!!! Brandt Snedeker sýndi og sannaði í kvöld að hann er einfaldlega frábær kylfingur – hann varð í 1. sæti á Tour Championship og vann 10 milljón dala risapottinn Hann sýndi stáltaugar þegar hann kom inn á fallegu skori 68 höggum á lokahringnum!  Hann fékk skramba, skolla og 5 fugla og var heilum 3 höggum á undan þeim sem næstur kom inn þ.e. Justin Rose. Samtals spilaði Snedeker á 10 undir pari, 270 höggum (68 70 64 68). Eftir að sigurinn var í höfn sagði Snedeker m.a.: „Þetta Lesa meira