Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 18:15

Bein útsending frá Tour Championship

Á heimasíðu PGA Tour er linkur inn á beina útsendingu frá síðustu umferð haustmótaraðarinnar, í FedExCup, Tour Championship, sem fram fer í East Lake golfklúbbnum. Þar etja 30 sem eftir standa í FedExCup umspilinu kappi um 10 milljón dollara bónus pott. Meðal þeirra er bestu kylfingar heims: Rory McIlroy, Tiger Woods, Justin Rose, Dustin Johnson, Zach Johnson, Lee Westwood og Sergio Garcia svo einhverjir séu nefndir. Eftir að komið er á heimasíðu PGA Tour þarf að smella á örina við hliðina á LIVE merkið í glugganum og þá birtist beina útsendingin, en til þess að komast á heimasíðu PGA Tour SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 17:30

Gamlar Ryder Cup sögur – Seve og Ollie

John Huggan blaðamaður Golf Digest skrifaði nýlega grein um það þegar spænsku golfsnillingarnir Seve Ballesteros og José Maria Olazábal spiluðu saman í fyrsta sinn í fjórmenningi. Greinina nefnir hann því skemmtilega nafni „When Ollie met Seve“ – sem hmmmm….. hljómar einhvern veginn kunnuglega: Hér fer hluti greinarinnar í lauslegri þýðingu: „Fyrir byrjun  Ryder Cup í Muirfield Village, 1987 sagði fyrirliði liðs Evrópu Tony Jacklin mönnum sínum að slappa af í 3 x 9 holu holukeppnum. „Spilum upp á svolítinn pening,” var dagsskipunin frá fyrrum meistara Opna bandaríska og Opna breska (Jacklin). Fyrsta liðið var skipað Þjóðverjanum Bernhard Langer og Skotanum Ken Brown, sem átti að „mæta” liði „Seve og Ollie” þ.e. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 15:15

LET: Stacey Keaton sigraði Caroline Masson eftir bráðabana á Tenerife Open de España Femenino

Það voru þær Caroline Masson, forystukona gærdagsins og ástralska stúlkan Stacey Keating sem urðu í 1. sæti eftir hefðbundnar 72 holur á Tenerife Open de España Femenino, sem fram fór á Las Americas golfvellinum á Tenerife nú um helgina. Báðar voru þær á samtals 9 undir pari, 279 höggum; Caro (69 69 70 71) og Stacey (70 69 70 70) og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. 18. holan var spiluð og strax í fyrstu tilraun vann Keating með fugli meðan Masson fékk par. Í 3. sæti varð Trish Johnson frá Englandi 2 höggum á eftir forystukonunum, á 8 undir pari, 280 höggum (67 74 72 67). Í 4. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 15:00

Golfútbúnaður: Tauvasaklútar

Í leit að skemmtilegum golfgreinum handa lesendum Golf 1 rekst maður á ýmislegt á netinu …. margt varla birtingahæft. Golfútbúnaðargrein skyldi það vera en samt eitthvað eitthvað avant garde, eitthvað sem brýtur upp hversdagsleikann, ekki alltaf greinar um nýjasta golfskóinn, kylfur eða golfbolta…. þó þær séu góðra gjalda verðar. David Owen skrifaði nú nýlega ágætis grein í Golf Digest um nauðsyn þess að vera með tauvasaklúta í golfsettum að hausti og vetrum. Var hann þeirrar meiningar að þeir ættu eiginlega að vera staðalútbúnaður í hverju setti, þegar flensur, magakveisur, hiti, kuldi og kvef tækju völdin. David þessi býsnaðist yfir kleenex bréfvasaklútunum og það hversu ógeðfellt það væri þegar þeir fykju Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Ólafía Þórunn í 7. sæti eftir 2. dag Mason Rudoph Women´s Championship

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og lið Wake Forest er nú við keppni á Mason Rudoph Women´s Championship, í Vanderbilt, Tennessee. Mótinu lýkur í dag en það hefir staðið dagana 21.-23. september 2012 og eru þátttakendur 81 frá 15 háskólum. Í gær lauk Ólafía Þórunn við 2. hring og var þá samtals 2 yfir pari þ.e. á 146 höggum (71 75). Ólafía Þórunn fékk skramba, 2 skolla og 1 fugl á lokaholunni, þ.e. spilaði á 3 yfir pari í gær. Lið Wake Forest var í 8. sæti eftir 2. dag og stóð Ólafía Þórunn sig langbest af liðsfélögum sínum. Golf 1 óskar Ólafíu Þórunni góðs gengis í dag! Til þess að fylgjast Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 11:50

The Clicking of Cuthbert 2. saga: Kona er aðeins kona

Þessi saga er barn síns tíma en athuga verður að golfsmásagnabók PG Wodehouse „The Clicking of Cuthbert“ kom út 1923 þ.e. fyrir tæpum 90 árum síðan. Sagan „Kona er aðeins kona“ hefst á lýsingu elsta félagans á golfvelli sínum þar sem hann situr í hægindum í klúbbhúsinu og lætur fara vel um sig. Hann lýsir fyrstu brautini, sem er  niðurímóti, 2. braut sem er par-3 þar sem þarf að slá yfir vatn, bylgjóttri 9. flötinni, sem eyðilagt hefir hring margs kylfingsins og síðan segist hann sjá glitta í 3. teig, 6. teig og skuggalegar glompurnar á 8. braut. „Ástin“ segir elsti félaginn „er tilfinning sem sannur kylfingur ætti alltaf að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2012 | 07:00

PGA: Hápunktar og högg 3. dags á Tour Championship

Það eru Brandt Snedeker og Justin Rose sem leiða eftir 3. dag Tour Championship á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Tour Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá viðtal við Brandt Snedeker sem tekið var í lok 3. hrings SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá viðtal við Justin Rose, sem tekið var í lok 3. hrings SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta á 3. degi Tour Championship SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá högg 3. dags sem Luke Donald átti SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 22:00

PGA: Brandt Snedeker og Justin Rose leiða fyrir lokadag Tour Championship!!

Það eru nýliðinn í Ryder Cup liði Bandaríkjanna, Brandt Snedeker og Englendingurinn Justin Rose sem leiða fyrir lokahring Tour Championship. Báðir eru þeir á 8 undir pari, 202 höggum; Brandt Snedeker (68 70 64) og Justin Rose (66 68 68). Í 3. sæti er Bandaríkjamaðurinn Ryan Moore, tveimur höggum á eftir, á 6 undir pari, 204 höggum (69 70 65). Fjórða sætinu deila forystumaður gærdagsins Jim Furyk, nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy og Masters meistarinn í ár Bubba Watson, allir á samtals 5 undir pari, 205 höggum, hver. Tiger Woods deilir síðan 7. sæti ásamt 3 öðrum á samtals 4 undir pari – 4 höggum á eftir Snedeker og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 21:45

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Jónsdóttir – 22. september 2012

Það er Áslaug Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug er fædd 22. september 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Akureyrar, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili. Hún hefir m.a. farið í æfingaferð á Costa Ballena. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Áslaug Þóra Jónsdóttir (20 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Jerry Anderson 22. september 1955 (57 ára);  Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (55 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (53 ára);  Michele Berteotti, 22. september 1963 (49 ára);  Mikaela Parmlid (W-7 módel), 22. september 1980 (32 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2012 | 20:30

LET: Caroline Masson leiðir á Tenerife Open de España Femenino eftir 3. dag

Það er þýski kylfingurinn Caroline Masson sem leiðir eftir 3. hring Tenerife Open de España Femenino. Hún er samtals búin að spila á 8 undir pari, 208 höggum (69 69 70). Það var ansi hvasst á Kanaríeyjum í dag. Eftir hringinn sagði Masson m.a.„Þetta var ansi erfitt. Vindurinn var sterkari en s.l. daga og við vorum í vandræðum á annarri og það byrjaði síðan á næstum öllum öðrum holum þannig að við vorum í tímaþröng og ég var ansi stressuð stundum. Ég er glöð að ég kláraði á 2 undir pari. Mér finnst það gott skor í vindinum og ég er bara ánægð með stöðuna fyrir morgundaginn.“ Í 2. sæti á Lesa meira