Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 10:15

Guðrún Brá, Ólafía Þórunn og Valdís Þóra keppa á heimsmeistaramóti kvenlandsliða áhugamanna í Tyrklandi n.k. fimmtudag

Á fimmtudaginn n.k. hefst í Gloria Golf Club, Antalya, Tyrklandi heimsmeistaramót kvenlandsliða áhugamanna í golfi (ens.: Women´s World Amateur Team Championship.)

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1

Alls taka þátt 3-4 keppendur frá 53 þjóðum og því er um geysistórt mót að ræða.

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Wake Forest. Mynd: Kristinn Gíslason

Af hálfu Íslands keppa þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK. Mynd: gsimyndir.net

Liðsstjóri íslenska liðsins er Ragnar Ólafsson.

Golf 1 óskar þeim góðs gengis í Tyrklandi á fimmtudag!!!