Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1. Axel Bóasson, GK. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Axel í 17. sæti og Guðmundur Ágúst í 28. sæti á Mason Rudolph Championship

Í gær lauk í Vanderbilt Legends Club, í Franklín, Tennessee, Mason Rudolph Championship.

Axel Bóasson, GK og Mississippi State lauk leik í 17. sæti og Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og East Tennessee State varð í 28. sæti.

Axel spilaði hringina 3 á samtals 3 yfir pari, 216 höggum (76 67 73). Hann stóð sig næstbest í liði Mississippi State sem varð í 4. sæti í liðakeppninni.

Guðmundur Ágúst átti slæma byrjun í mótinu var í 79. sæti eftir 1. dag þegar hann skilaði inn 80 höggum sem var versta skorið í liðinu, en náði sér strax á strik með frábærum hring upp á 68 högg næsta dag, sem hann fylgdi síðan eftir með 71 höggi í gær. Með því skori samtals 6 yfir pari, 219 höggum spilaði hann langbest allra í liði sínu og kom liði ETSU upp í 11. sæti, en það var í næstneðsta sætinu eftir 1. daginn. Sjá má umfjöllun ETSU um frammistöðu Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: 

Alls tóku 84 frá 15 háskólum þátt í mótinu.

Næsta mót Axels er David Toms Intercollegiate sem hefst 6. október n.k. í Baton Rouge, Louisiana. Voanandi að við fáum að sjá Harald Franklín spila í því móti!!!

Næsta mót Guðmundar Ágústs er hins vegar Bank of Tennessee Intercollegiate í Jonesborough , Tennessee, sem hefst 12. október n.k.