Birgir Leifur Hafþórsson verður með í Flórídaferðinni. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2012 | 20:30

Birgir Leifur á 71 höggum eftir 1. dag í Bogogno

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti á 1. stigi fyrir Evrópumótaröðina. Mótið fer fram í Bogogno á Ítalíu.

Birgir Leifur lék á 1 undir pari, 71 höggi. Hann fékk 5 fugla, 2 skolla og skramba á hringnum og deilir 17. sæti með 10 öðrum kylfingum eftir 1. dag.

Það eru 29 efstu sem komast áfram á annað stig úrtökumótsins, en skorið verður niður eftir 3 hringi.

Sá sem leiðir eftir 1. dag er Svíinn Robin Wingardh á 6 undir pari, 66 höggum.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: