Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 15:30

Viðbrögð Brandt Snedeker við sigrinum á Tour Championship

Golf 1 hefir áður kynnt kylfinginn Brandt Snedeker til sögunnar í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn? og má sjá umfjöllun um hann með því að smella hér: Brandt Snedker 1  –  Brandt Snedeker 2  –  Brandt Snedeker 3  –  Brandt Snedeker 4

Brandt Snedeker er heitasta umfjöllunarefnið í golfheiminum, sem stendur eftir að hafa sigrað á Tour Championship og þar með unnið sér inn tæpar 11 milljónir bandaríkjadala.

Hér má lesa um viðbrögð hans við nokkrum spurningum blaðamannamanna að sigri loknum:

Afstaða Snedeker til þess að sigra TOUR Championship styrktu af  Coca-Cola og FedExCup umspilið: „Þetta er það sem maður vinnur að allt sitt líf. Ég lít á öll púttin sem ég hef tekið og öll höggin sem ég hef slegið í lífi mínu; það er bara ótrúlegt að hafa getu til þess að halda ró sinni í dag. Ég bara komst í gegn. Ég var svo rólegur s.l. nótt ég gat bara ekki trúað því. Ég er sjaldan orðlaus, en þetta er það næsta sem ég kemst því að verða orðlaus.“

Um það hvernig hann sér sjálfan sig í lífinu: „Ég hef aldrei verið sjálfsöruggari en ég hef verið s.l. 5 vikurnar og ég hélt áfram að telja mér í trú um að ég væri það. Ég er einn af bestu kylfingum heims. Þetta á að gerast. Það er allt í lagi að vera stressaður og það skiptir ekki máli hvernig mér líður öllum öðrum keppendum líður nákvæmlega eins. Þannig að ég fer þarna út og kem þessu í verk, ég stóð mig vel í því.“

Um hvaða þýðingu milljónirnar sem hann vann í FedExCup hafa fyrir hann: „Það er núna atriði sem við getum virkilega hjálpað fólki með. Þannig að það er þannig sem ég lít á það. Það er ótrúlegt að vera fjárhagslega vel settur það sem eftir er ferilsins. Svo lengi sem ég er ekki bjálfi ætti að vera í lagi með mig. Í alvöru talað. Ég held að við getum látið til okkur taka og hjálpað fullt af fólki í Nashville og Tennessee og hverfunum þar í kring.“

Beðinn að rifja upp tilvik þegar hann varð óþolinmóður: „Ég stóð sjálfan mig að því á 5., par -5unni eftir að hitta á braut. Ég stóð sjálfan mig að því að fara fram úr mér. Ég fór að hugsa um hvernig væri að sigra og FedExCup og allt það. Ég næstum því sló sjálfan mig í andlitið og sagði: „Drengur það er tonn af golfi eftir. Það er fullt af erfiðum holum eftir. Farðu aftur að því sem þú átt að vera að gera …. og þetta högg á par-5 holunni var mikilvægt. Það gaf mér fuglinn sem ég þarfnaðist og ég sló frábært högg þarna í fyrsta sinn þessa viku og var umbunað fyrir það.“

Um álagið að spila upp á $10 milljónir: „Ég var svo áhyggjufullur og upptekinn af því að sigra Justin (Rose) og Tour Championship. Ég var ekkert að hugsa um I $10 milljónirnar allt fram að síðustu holu og ég sló ömurlegt högg. Þannig að það sýnir bara hvaða afleiðingu það hefir að hugsa um pening.

Um það hvernig líf hans breytist nú: „Ég á von á öðru barni mínu,  syni, eftir mánuð. Það mikilvægasta í lífinu þegar ég kem heim í kvöld er að sjá litlu dóttur mína og verja tíma með henni áður en ég fer að spila í Ryder Cup. Þannig að lífið er við það að taka miklum breytingum hjá mér, ekki vegna peninganna heldur vegna þess að ég mun eiga tvö börn í fyrsta sinn á ævinni, sem verður algjört brjálæði eftir mánuð. Þetta er það stærsta í lífi mínu og ég ætla að vera góðu pabbi þessara barna. Þannig að þetta er hvati minn að ganga úr skugga um að ég sé það. Þegar ég er heima reyni ég vað vera með þeim.