Viðtalið: Jóhann Sævar Símonarson, GVS
Viðtalið í kvöld er við einn af stofnendum Golfklúbbs Vatnsleysustrandar (GVS), mann,s sem flestir sem spila Kálfatjarnarvöll þessa dagana kannast við, því hann er þar alltaf, a.m.k. fyrir hádegið. Ýmsar breytingar hafa verið gerðar hjá GVS og aðrar eru komnar í skipulag og fyrirhugaðar. Meðal þess sem unnið hefir verið að, að undanförnu er að búa til stórt og fínt æfingasvæði og síðan er fyrirhugað að stækka Kálfatjarnarvöll úr 9 holum í 18 holu völl og er m.a. gert ráð fyrir nýju klúbbhúsi og glæsilegu hóteli á staðnum. Þess mætti geta að GVS hefir nú nýverið hlotið umhverfisviðurkenningu sveitarfélagsins Voga 2012 fyrir snyrtilegt umhverfi og má það til sanns vegar Lesa meira
Birgir Leifur á 74 höggum í Bogogno á 2. degi
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 2. hring á 1. stigi úrtökumótsins í Bogogno fyrr í dag. Hann lék á 2 yfir pari, 74 höggum og er því samtals búinn að spila á 1 yfir pari 145 höggum (71 74). Birgir fékk 3 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Sem stendur er Birgir Leifur T-43, þ.e. deilir 43. sætinu ásamt nokkrum öðrum kylfingum, en sætisröðin gæti enn breyst eftir því sem líður á kvöldið, því nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Ekki er öll nótt úti enn, aðeins skilja 2 högg að þá sem eru T-43 og T-19, þ.e. Birgir Leifur þarf eins og staðan en nú aðeins að vinna Lesa meira
Ryder Cup 2012: Donald og Garcia paraðir saman á 2. æfingadegi
Sergio Garcia og Luke Donald spiluðu saman í fjórmenningi á 2. æfingadegi í Medinah. Garcia og Donald eru með 4 vinninga úr 4 leikjum í fjórmenningi í fyrri leikjum og það virðist næsta víst að þeir verði paraðir saman þegar leikar hefjast fyrir alvöru n.k. föstudag. Þeir spiluðu á æfingunni við Rory og G-Mac en það er önnur liðsheild sem virðist næsta pottþétt Evrópu megin. Lee Westwood, sem spilaði fjórbolta á æfingunni paraður með Donald spilaði nú með Paul Lawrie og á móti Francesco Molinari og Nicolas Colsaerts. Ian Poulter og Justin Rose léku saman annan daginn í röð og spiluðu æfinga fjórbolta við Peter Hanson og Martin Kaymer. Fyrir æfinginguna Lesa meira
Heimsmeistaramót kvenlandsliða áhugamanna hefst á morgun
Stærsta verkefni landsliðsins er framundan, Heimsmeistaramót áhugamanna í golfi. Mótið fer fram í Antalya í Tyrklandi. Á heimsmeistaramótinu (ensk. World Amateur Team Championships) er leikið um hina eftirsóttu bikara, Einsenhower Trophy í karlaflokki og Espirito Santo Trohpy í kvennaflokki. Núverandi heimsmeistarar í karlaflokki eru Frakkland en Kórea í kvennaflokki, en mótið fór síðast fram í Argentínu 2010. Heimsmeistaramót áhugamanna, er liðakeppni þar sem hver þjóð sendir þrjá kylfinga til leik í karlaflokki og þrjá í kvennaflokki. Leiknar eru 72 holur eða fjórir 18 holu hringir og telja tvö bestu skorin eftir hvern hring. Alls eru 56 þjóðir skráðar til leiks í kvennaflokki og 72 þjóðir í karlaflokki. Leiðið verður á Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tryggvi Valtýr Traustason – 26. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Tryggvi Valtýr Traustason. Tryggvi er fæddur 26. september 1962 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!! Tryggvi er í Golfklúbbi Setbergs í Hafnarfirði. Hann varð m.a. Íslandsmeistari 35+ s.l. ár, 2011, í Kiðjaberginu. En það er aðeins eitt af fjölmörgum afrekum Trygga á sviði golfíþróttarinnar. Sem dæmi mætti nefna að Tryggvi varð klúbbmeistari GK 1983 og 1999. Hann varð klúbbmeistari GSE 2001 og Íslandsmeistari í sveitakeppni með GK 1988, 1989, 1991 og 1995. Tryggvi er kvæntur Kristínu Þorvaldsdóttur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Tryggvi Valtýr Traustason (50 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Lesa meira
Ryder Cup 2012: Lið Evrópu gengur Medinah völlinn – „Go Sergio“ lið Evrópu á líka aðdáendur meðal Bandaríkjamanna!!!
Lið Evrópu er komið til Chicago þar sem Ryder bikars keppnin eða Ryder Cup hefst á morgun. Í gær gekk liðið Medinah golfvöllinn og …. hann er ekki sá stysti 7648 yarda (6993 metra), hefir verið lengdur frá því að Tiger Woods vann annan af 2 PGA meistaramóts titlum sínum hér, 2006. Þetta er völlur sem hentar hinum högglöngu, sleggjunum. Fyrsta brautin virðist ekkert erfið, 433 yarda (396 metra) bein fyrir utan andstyggilega brautarglompu og flatarglompur stráðar allt í kringum hallandi flötina – en eins og allir vita sem fylgst hafa með Ryder Cup er 1. brautin sérlega mikilvæg; sérstaklega 1. teigur. Önnur brautin er par-3, 192 yarda (176 metra). Lesa meira
Ryder Cup 2012: Þungu fargi létt af Martin Kaymer – segist hafa fundið sitt fyrra form
Martin Kaymer viðurkennir að sér létti að hafa fundið aftur sitt fyrra form rétt fyrir Ryder bikars keppnina í Chicago. Fyrir aðeins mánuði síðan hafði fyrirliði Evrópu í Ryder bikarskeppninni, José Maria Olazábal mestar áhyggjur af Kaymer, sem ekki hafði verið meðal 10 efstu í mótum, sem hann spilaði í frá apríl nú fyrr á árinu, en náði samt einu af sjálfkrafa sætunum í Ryder bikars keppnisliði Evrópu. Hvað sem öðru líður þá er hinn 27 ára Þjóðverji sjálfsöryggið uppmálað fyrir keppnina. „Allt í einu á föstudeginum í Hollandi (fyrir 3 vikum) small allt í drævunum hjá mér aftur, “ sagði hann. „Ég er mjög, mjög ánægður að það small Lesa meira
Skosku tónlistarmennirnir Fowlis og Benedetti flytja gelíska tónlist við lokaathöfn Ryder Cup
Skosku tónlistarmennirnir Julie Fowlis og Nicola Benedetti, munu taka þátt í lokaathöfn Ryder Cup á sunnudaginn og flytja hefðbundna gelíska tónlist. Undir laginu sem milljónir heyra væntanlega í útsendingum sjónvarpsstöðva sinna verður sýnd kynningarstuttmynd um Skotland um viðskipti þar, ferðmennsku og golf. Atriði Benedetti og Fowlis markar yfirfærslu leikanna yfir til Skotland sem verður næsti gestgjafi Ryder bikarsins í Gleneagles árið 2014. Um það hafði Benedetti m.a.eftirfarandi að segja: „Það er heiður að fá að taka þátt í hátíðarhöldunum og flytja tónlist og þ.a.l. hluta af list lands síns.“
Golfútbúnaður: Cobra Amp Cell dræverinn
Cobra AMP Cell drævreinn er útbúinn nýjustu MyFly tækni Cobra, og geta kylfingar valið milli 6 mismunandi loft/ferils stillinga til þess að ná hámarks frammistöðu og fjarlægð. Dræverinn kemur í 4 mismunandi litum (silurlituðum, rauðum, bláum og appelsínugulum), og hægt er að stilla loft á AMP Cell drævernum auðveldlega í 8.5° 9.5°, 9.5° drag (ens.: draw), 10.5°, 10.5° drag and 11.5° með því að nota þar til gerðan Cobra skrúflykil. Þessi stillanleiki dræversins hefir í för með sér að kylfingar geta aðlagað AMP dræver sinn að sveifluhraða, vallaraðstæðum og veðri. Ólíkt sumum dræverum þar sem leikmenn verða að aðlaga plötuna í sólanum til þess að viðhalda réttu horni kylfuandlits þá Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Jodie Kidd – 25. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Jodie Kidd. Jodie Kidd fæddist 25. september 1978 í Guildford í Englandi og er því 34 ára í dag. Aðrir frægir kylfingar eru: Heather Locklear, fædd 25. september 1961 (Sjá afmælisgrein um hana með því að SMELLA HÉR:); Tjaart Van der Walt, 25. september 1974 (38 ára); John Mallinger, 25. september 1979; Belen Mozo, 25. september 1988 (24 ára) …. og …. Skúli Már Gunnarsson (41 árs) Aron Atli Bergmann (14 ára) Ystiklettur Veiðifélag (57 ára) Jon Halldor Gudmundsson (55 ára) Helgi Gunnlaugsson (34 ára) Speshandverk Lillaogmagga (46 ára) Afmæliskylfingurinn Jodie Kidd er þekkt sjónvarpsstjarna og módel í heimalandi sínu og jafnframt frambærilegur kylfingur, er með 18 í forgjöf. Sem barn kom hún fram Lesa meira










