Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2012 | 00:30

PGA: Brandt Snedeker sigraði á Tour Championship – hápunktar 4. dags

Það er varla nokkur sem lengur efast um að val Davis Love III á Brandt Snedeker í bandaríska Ryder Cup liðið hafi verið kórrétt!!!!

Brandt Snedeker sýndi og sannaði í kvöld að hann er einfaldlega frábær kylfingur – hann varð í 1. sæti á Tour Championship og vann 10 milljón dala risapottinn Hann sýndi stáltaugar þegar hann kom inn á fallegu skori 68 höggum á lokahringnum!  Hann fékk skramba, skolla og 5 fugla og var heilum 3 höggum á undan þeim sem næstur kom inn þ.e. Justin Rose.

Samtals spilaði Snedeker á 10 undir pari, 270 höggum (68 70 64 68).

Eftir að sigurinn var í höfn sagði Snedeker m.a.: „Þetta sýnir bara það sem ég veit nú þegar. Þegar ég spila mitt besta golf, þá er besta golfið með því besta í heiminum.“

Justin Rose varð í 2. sæti á 7 undir pari (66 68 68 71).

Luke Donald og Ryan Moore deildu 3. sætinu á 6 undir pari og Webb Simpson og Bubba Watson deildu 5. sætinu á 5 undir pari.

Jim Furyk var einn í 7. sæti á 3 undir pari og Tiger og Hunter Mahan deildu 8. sætinu á samtals 2 undir pari, hvor.  Rory varð síðan í 10. sætinu ásamt 4 bandarískum kylfingum, allir á samtals 1 undir pari.

Til þess að sjá úrslitin á Tour Championship að öðru leyti  SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Tour Championship SMELLIÐ HÉR: