Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 16:30

Ólafía Þórunn lék á 2 undir pari á 2. degi á heimsmeistaramóti áhugamanna í Tyrklandi

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir,  GR, lék best allra á  í íslenska landsliðinu á Gloria golfvellinum í Antalya í Tyrklandi í dag.  Hún kom í hús á 2 undir pari, 70 höggum. Ólafía Þórunn fékk 3 fugla og 1 skolla á hringnum og er í 56. sæti í einstaklingskeppninni. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila á 149 höggum (79 70). Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, var á 4 yfir pari, 76 höggum. Valdís fékk 4 fugla og 6 skolla og 1 skramba. Samtals er Valdís Þóra búin að spila á 153 höggum (77 76) í mótinu Hún er sem stendur í 84. sætinu í einstaklingskeppninni. Guðrún Brá Björgvinsdóttir GK, er samtals búin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 10:00

Ryder Cup 2012: Keegan Bradley hlakkar til fyrstu Ryder bikars keppni sinnar

Frammistaða Keegan Bradley á Tour Championship er líklega nokkuð sem hann vill gleyma sem fyrst. Á sunnudaginn þegar hann lauk leik í FedExCup umspilinu tvítaði hann eftir hring upp á 4 yfir pari, 74 högg á East Lake, sem skilaði honum lokaniðurstöðu upp á 7 yfir pari og T-23 sæti af þeim 30 sem þátt tóku. Hann varð einnig í 21. sæti á FedExCup stigalistanum. Varðandi Ryder bikars keppnina sem framundan er sagði Bradley: „Á þessum augnblikum – þessum áköfu, alvarlegu augnablikum – hreinlega elska ég leikinn. Mér líkar virkilega vel við seinni-9 tilfinninguna á sunnudaginn.“ Bradley er heilmikill keppnismaður sem m.a. sást þegar hann náði sér eftir þrefaldan skolla á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 08:30

Ryder Cup 2012: McIlroy og McDowell spila saman í fyrstu leikjunum í dag

Rory McIlroy og Graeme McDowell hefja leik fyrir hönd Evrópu í Ryder bikarsvörninni gegn Jim Furyk og Brandt Snedeker í fjórmenningum dagsins í dag. Þetta  norður-írska lið vann vel saman þegar lið Evrópu vann Ryder bikarinn í  The Celtic Manor Resort, 2010. Luke Donald og  Sergio Garcia munu síðan fara næstir út gegn Phil Mickelson og Keegan Bradley áður en Lee Westwood og Francesco Molinari hefja leik gegn Jason Dufner og Zach Johnson. Einn af hápunktum mogunsins er síðan enska liðið Ian Poulter og Justin Rose gegn nr. 2 á heimslistanum Tiger Woods og Steve Stricker.Woods og Stricker eru með frábæran feril saman 6-2 (þ.e. 6 sigra og 2 jafntefli). Leikir Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 21:30

Bandaríska háskólagolfið: Ragna Björk tók þátt í NCAA Women´s Fall Preview

Ragna Björk Ólafsdóttir, klúbbmeistari GKG og liðsfélagar í St. Leo, tóku þátt í NCAA Women´s Fall Preview mótinu dagana 16.-18. september s.l.  Lokahringurinn var ekki spilaður í mótinu vegna mikillar rigningar, eldinga og þrumuveðurs.  Ákveðið var að stytta mótið í 36 holu mót. Ragna Björk lék á samtals 185 höggum (85 80) og taldi skor hennar ekki að þessu sinni.   Lið St. Leo varð í 9. sæti Næsta mót Rögnu Bjakar er  Myrtle Beach Intercollegiate í Sea Trail Golf Club og hefst það 1. október þ.e. á mánudaginn n.k. Sjá má myndaseríu frá mótinu með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 20:00

Afmæliskylfingur dagsins: Halla Björk Ragnarsdóttir – 27. september 2012

Afmæliskylfingur dagsins er Halla Björk Ragnarsdóttir.  Halla Björk er fæd 27. september 1994 og á því 18 ára í dag. Halla Björk er afrekskylfingur í GR og klúbbmeistari Golfklúbbs Öndverðarness 2012.  Halla Björk spilaði m.a. á Unglingamótaröð Arion banka í sumar. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Halla Björk Ragnarsdóttir (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kathy Whitworth, 27. september 1939 (73 ára);  Armando Saavedra, 27. september 1954  (58 ára);  Rachel L. Bailey, 27. september 1980 (32 ára – spilar á ALPG) ….. og ….. Töfrahurð Fjölskyldutónleikar Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 19:45

Birgir Leifur á 69 í Bogogno á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 3. og síðasta hring fyrir niðurskurð í Bogogno á Ítalíu í dag. Birgir Lefiur spilaði á 3 undir pari, 69 höggum og fékk 6 fugla og 3 skolla.  Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 2 undir pari, 214 höggum  (71 74 69).  Hann lauk leik eftir 3. hring í 21. sæti. Það eru 28 efstu í mótinu sem tryggja sér sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í nóvember n.k. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun! Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í Bogogno SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 17:00

Ryder Cup 2012: Lee Westwood einn reynslumesti leikmaður í liði Evrópu

Lee Westwood er meðal þeirra eldri í liði Evrópu í Ryder Cup.  Þetta er í 8. skipti sem hann tekur þátt í keppninni og José Maria Olazábal er 8. fyrirliðinn. „Ég hef meiri reynslu en margur annar leikmaður í sögu Ryder Cup, ólíkir fyrirliðar í ólíkum Ryder Cup keppnum og ég hef séð hvernig ólíkir fyrirliðar bera sér að,“ sagði Westwood í gær í Medinah. Og Westwood, 39, líkar það sem hann hefir séð til Olazábal fram að þessu. „Ef þú setur Ryder Cup fyrirliða starfið hans til hliðar, þá finnst mér hann bara frábær náungi,“ sagði Westwood. „Hann er góður, pottþéttur náungi. Hann er heiðarlegur. Hann segir þér það sem Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 14:40

Íslenska kvennalandsliðið í 42. sæti í Tyrklandi eftir 1. dag

Í dag hófst heimsmeistaramót áhugamanna á Gloria golfvellinum í Antalya í Tyrklandi.  Alls taka þátt 157 keppendur sem skipa kvennalandslið áhugamanna 53 þjóða. Kvennalandslið Íslands skipa þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Íslandsmeistarinn í höggleik 2012 Valdís Þóra spilaði best allra í íslenska liðinu í dag, var á 5 yfir pari, 77 höggum; fékk 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba.  Hún deilir 76. sætinu ásamt 15 öðrum kylfingum. Guðrún Brá og Ólafía Þórunn spiluðu báðar á 7 yfir pari, 79 höggum og deila 99. sætinu einnig ásamt 15 öðrum kylfingum. Becky Harris frá Wales og Daníela Holmqvist frá Svíþjóð spiluðu best Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 14:00

Ryder Cup 2012: Fimm bestu paranirnar í Ryder bikarnum

Það er ekki allt unnið með því að vera besti kylfingur heims. Bestu kylfingar heims spila ekki endilega vel saman í fjórmenningi eða besta bolta eins og þarf að gera í Ryder bikarnum. Fræg eru samt dæmi um frábæra kylfinga sem hafa verið paraðir með öðrum frábærum kylfingum og hafa saman myndað eftirminnileg lið í Ryder Cup. Dæmi um góða samvinnu er t.a.m. samvinna Jack Nicklaus og Tom Watson. Dæmi um það gagnstæða er samvinna Tiger og Phil Mickelson. Hal Sutton fyrirliði gerði tilraun með að para saman erkifjendurna Woods og Mickelson og sú tilraun mistókst hrapalega, þar sem þeir töpuðu báðum leikjum sínum. Þeir voru ekki aðeins keppninautar heldur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 07:30

Ryder Cup 2012: Hver sigrar 39. Ryder bikars keppnina?

Spurningin sem brennur á vörum flestra er hver komi til með að standa uppi sem sigurvegari í Ryder bikars keppninni í Medinah í Bandaríkjunum n.k. sunnudag? Rétt svar við því er að það verður annaðhvort lið Evrópu eða Bandaríkjanna. En hvort liðið verður það? Nokkrir bandarískir íþróttafréttamenn reyna að spá í spilin + giska á hvernig stigin koma til með að skiptast. Ekki kemur á óvart að 11 af 12 spá Bandaríkjunum sigri.  Hér má sjá spánna:   Sérfræðingarnir spá í Ryder Cup Sérfræðingar Spáir eftirfarandi liði sigri Stig Chris Dunham Golfvefsíðustjórandi 15.5-12.5 Þeir hafa skiptst á að sigra í Bandaríkjunum frá 1983 (7 Ryder bikars keppnir) – Bandaríkin ætla Lesa meira