Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2012 | 10:00

Ryder Cup 2012: Keegan Bradley hlakkar til fyrstu Ryder bikars keppni sinnar

Frammistaða Keegan Bradley á Tour Championship er líklega nokkuð sem hann vill gleyma sem fyrst. Á sunnudaginn þegar hann lauk leik í FedExCup umspilinu tvítaði hann eftir hring upp á 4 yfir pari, 74 högg á East Lake, sem skilaði honum lokaniðurstöðu upp á 7 yfir pari og T-23 sæti af þeim 30 sem þátt tóku. Hann varð einnig í 21. sæti á FedExCup stigalistanum.

Varðandi Ryder bikars keppnina sem framundan er sagði Bradley: „Á þessum augnblikum – þessum áköfu, alvarlegu augnablikum – hreinlega elska ég leikinn. Mér líkar virkilega vel við seinni-9 tilfinninguna á sunnudaginn.“

Bradley er heilmikill keppnismaður sem m.a. sást þegar hann náði sér eftir þrefaldan skolla á seinni 9 og sigraði í umspili í fyrsta risamótinu sem hann tók þátt í.

Bradley er einn af 4 nýliðum í Ryder bikarskeppninni,

John Miller tannhvassi fréttaskýrandinn á NBC sagði m.a. eftirfarandi: „Sögulega séð stöndum við (bandaríska liðið) okkur ömurlega í Ryder bikarkeppninni – ég er spenntur hvað „nýja blóðið“ í liði Bandaríkjanna gerir.

Bradley er tilbúinn að takast á við áskorunina, eða í hans eiginn orðum í Tribune: „Ég hef búið mig undir þetta allt mitt líf. Og núna þegar ég hef fengið tækifæri til að vera hér finnst mér ég tilbúinn að spila vel!