Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 19:45

Birgir Leifur á 69 í Bogogno á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék 3. og síðasta hring fyrir niðurskurð í Bogogno á Ítalíu í dag.

Birgir Lefiur spilaði á 3 undir pari, 69 höggum og fékk 6 fugla og 3 skolla.  Samtals er Birgir Leifur búinn að spila á 2 undir pari, 214 höggum  (71 74 69).  Hann lauk leik eftir 3. hring í 21. sæti.

Það eru 28 efstu í mótinu sem tryggja sér sæti á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í nóvember n.k.

Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis á morgun!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag í Bogogno SMELLIÐ HÉR: