Ryder Cup 2012: Lee Westwood einn reynslumesti leikmaður í liði Evrópu
Lee Westwood er meðal þeirra eldri í liði Evrópu í Ryder Cup. Þetta er í 8. skipti sem hann tekur þátt í keppninni og José Maria Olazábal er 8. fyrirliðinn.
„Ég hef meiri reynslu en margur annar leikmaður í sögu Ryder Cup, ólíkir fyrirliðar í ólíkum Ryder Cup keppnum og ég hef séð hvernig ólíkir fyrirliðar bera sér að,“ sagði Westwood í gær í Medinah.
Og Westwood, 39, líkar það sem hann hefir séð til Olazábal fram að þessu.
„Ef þú setur Ryder Cup fyrirliða starfið hans til hliðar, þá finnst mér hann bara frábær náungi,“ sagði Westwood. „Hann er góður, pottþéttur náungi. Hann er heiðarlegur. Hann segir þér það sem honum finnst. Hann er íhugull.“
„Síðan ef við er bætt ástríðu hans og hæfileika, þá held ég að það séu svolítil spænsk áhrif þarna. Hann er allur pakkinn.“
Þann tíma, sem Westy hefir verið í Ryder bikars keppninni, hefir hann skilað 16-11-6 árangri og séð fjöldann allan af leikskipulögum og golfvöllum.
Bandaríski fyrirliðinn Davis Love III valdi að slá röffið í Medinah, vildi að það líktist hinum fræga „öðrum slætti“ í Augusta National á The Masters. Love telur að fuglunum muni fjölga við það sem og spennunni.
Westwood er sammála Love og telur að völlurinn henti hvorugu liðinu umfram hitt. Reydar man hann eftir tíma þegar settur var upp völlur í Evrópu á sama hátt, af því að talið var að það myndi vera þeim í hag.
„Ég hef spilað hér (í Bandaríkjunum) í allt ár og hef ekki séð golfvöl sem ekki hefir verið með karga og engan karga í kringum flatirnar,“ sagði Westwood. „Ég myndi segja að síðasta sinn sem ég spilaði golfvöll sem settur var upp eins og þessi með engan karga í kringum flatirnar og engan karga meðfram brautunum var í Belfry, 2002 og við settum það sjálfir upp þannig.“
Heimild: GolfChannel
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024