Afmæliskylfingur dagsins: Berglind Björnsdóttir – 29. september 2012
Það er Berglind Björnsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Berglind er fædd 27. september 1992 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Berglind er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur og spilar með liði UNCG í bandaríska háskólagolfinu. Berglind sigraði m.a. á 2. stigamóti Eimskipsmótaraðarinnar í Vestmannaeyjum í sumar. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við Berglindi með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan: Berglind Bjornsdottir (20 ára stórafmæli!!! Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kermit Millard Zarley, Jr., 29. september 1941 (71 árs); Vicky Fergon, 29. september 1955 (57 ára) , sigraði CA LPGA 1979 Lady Stroh´s á sínum Lesa meira
Kærestur og eiginkonur Ryder Cup liðsmanna vekja alltaf athygli
Í allri spennunni sem fylgir Ryder Cup keppnum er nauðsynlegt að hafa þá þætti í lífi leikmanna til staðar, sem veita þeim mesta stuðninginn og fær þá vonandi til að mæta afslappaðri til leiks: eiginkonur og kærestur. Þeim er alltaf helgaður sérstakur þáttur í Ryder bikarskeppnunum. Þær eru sjaldnast kynntar eins og gert var í opnunarhátíðinni í Medinah s.l. fimmtudag, þ.e. þeim helgaður sérstakur hluti hátíðarinnar. Síðan er haldinn sérstakur Gala-dinner fyrir keppni og þar er mikil samkeppni milli eiginkvenna og kæresta beggja liða ekki síður en milli eiginmanna og kæresta á golfvellinum. A.m.k. virðist fyrirliði evrópska liðsins ánægður með WAGS-in sín þetta árið, en tekin var skemmtileg mynd af Lesa meira
Íslenska landsliðið í 39. sæti á heimsmeistaramóti áhugamanna – Lydia Ko í 1. sæti í einstaklingskeppninni eftir 3. dag
Þriðja hring á heimsmeistaramóts áhugamanna kvennalandsliða lauk í Antalya í Tyrklandi í dag. Þátttakendur eru 157 frá 53 þátttökuþjóðum og er keppt um hinn fræga Espirito Santo Trophy, sem keppt hefir verið um frá árinu 1964. Íslenska landsliðið skipað þeim Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur, GK; Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur, GR og Valdísi Þóru Jónsdóttur, GL, er í 39. sæti. Ólafía Þórunn spilaði best af íslensku þátttakendunum í dag; er samtals á 9 yfir pari, 225 höggum (79 70 76) og er ásamt 5 öðrum kylfingum í 66. sæti í einstaklingskeppninni, fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun. Valdís Þóra spilaði á samtals 14 yfir pari, 230 höggum (77 76 77) og deilir Lesa meira
Hver er kylfingurinn: Lloyd Mangrum?
Lloyd Eugene Mangrum ( f. 1. ágúst 1914 – d. 17. nóvember 1973) var bandarískur atvinnukylfingur. Hann var þekktur fyrir mjúka sveiflu sína og afslappaða hegðun sína á golfvellinum, sem varð til þess að hann fékk viðurnefnið „Mr. Icicle“ Mangrum fæddist í Trenton, Texas. Hann gerðist atvinnukylfingur 15 ára og van sem aðstoðarmaður bróður síns, Ray, sem var yfirkennari í Cliff-Dale Country Club í Dallas. Mangrum gerðist atvinnumaður 1929 og komst á PGA Tour 1937 þar sem hann vann 36 af 42 mótum sínum, sem atvinnumaður. Hann myndi eflaust hafa sigrað á fleiri mótum ef 2. heimstyrjöldin hefði ekki komið á milli, sem þýddi 7 ára hlé á golfleik. Fyrir stríð var Lesa meira
Ryder Cup 2012: Colsaerts hetja evrópska liðsins
Eftir aðeins 1 leik í Ryder Cup er Nicolas Colsaerts þegar orðinn Ryder Cup stjarna – hann bjargaði Evrópu eftir hádegi í gær frá algjöru bursti. Fyrsti kylfingur frá Belgíu til að spila í Ryder keppninni fékk ótrúlega 8 fugla og 1 örn í síðasta fjórbolta dagsins í Chicago. Félagi hans í evrópska liðinu Lee Westwood, sem nú tekur þátt í 8. keppni sinni lagði ekki einn einasta fugl í púkkið, en saman komu þeir færandi hendi fyrir Evrópu og urðu til þess að staðan eftir gærdaginn er 5-3. Colsaerts-Westwood unnu Tiger Woods og Steve Stricker á vellinum í Medinah þar sem Tiger hefir spilað í 2 risamótum og unnið bæði. Lesa meira
Ryder Cup: Staðan 5:3 fyrir bandaríska liðið eftir 1. dag
Eftir hádegið var spilaður fjórbolti í Medinah í Chicago. Úrslitin voru eftirfarandi: P. Lawrie / P. Hanson vs. B. Watson / W. Simpson details Wins 5 & 4 R. McIlroy / G. McDowell vs. P. Mickelson / K. Bradley details Wins 2 & 1 J. Rose / M. Kaymer vs. D. Johnson / M. Kuchar details Wins 3 & 2 L. Westwood / N. Colsaerts vs. T. Woods / S. Stricker details 1Up thru 17 Það var bara einn leikur sem vannst af liði Evrópu í fjórboltanum eftir hádegi þ.e. hinn reynslumikli Westwood og nýliðinn belgíski, Nicolas Colsaerts unnu Steve Stricker og Tiger, en þeim síðarnefndu hefir enn ekki tekist að sigra í keppninni, sem reyndar er nýhafin. Rose og Kaymer töpuðu fyrir DJ og Kuch 3&2, Mickelson og Bradley Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2012 (23. grein af 34): Kendall R. Dye
Bandaríski kylfingurinn Kendall R. Dye var ein af 7 stúlkum sem urðu í 9. sæti á Q-school LET á La Manga fyrr á árinu. Þrjár af þessum 7 stúlkum hafa þegar verið kynntar þ.e.: Liebelei Lawrence, Jennie Lee og Charlotte Ellis og þær þrjár sem eftir eru verða kynntar á næstu dögum. Kendall R. Dye fæddist 3. mars 1987 í Memphis, Tennessee og er því 25 ára. Kendall byrjaði að spila golf 8 ára. Meðal áhugamála hennar er að horfa á kvikmyndir, fara í verslunarleiðangra, lesa og háskólaíþróttir. Hún segir fjölskyldu sína hafa haft mest áhrif á að hún byrjaði í golfi. Kendall var í University of Oklahoma og útskrifaðist Lesa meira
Ryder Cup 2012: Staðan 2-2 eftir leiki morgunsins
Staðan eftir fyrstu leiki í Ryder bikars keppninni er eftirfarandi: Fjórmenningsleikir föstudagsins R. McIlroy / G. McDowell Wins 1Up details | J. Furyk / B. Snedeker L. Donald / S. Garcia Wins 4 & 3 details | P. Mickelson / K. Bradley L. Westwood / F. Molinari Wins 3 & 2 details | J. Dufner / Z. Johnson I. Poulter / J. Rose Wins 2 & 1 details | S. Stricker / T. Woods Gríðarsterka liðsheild Norður-Íranna G-Mac og R-Mac unnu fyrsta leik keppninnar með minnsta mun þ.e. þá Jim Furyk og nýliðann fræga Brandt Snedeker, sem vann Tour Championship s.l. helgi. Phil Mickelson og Keegan Bradley unnu Luke Donald og Sergio Garcia með mesta mun þennan morguninn 4& 3. Westy og Molinari urðu að láta í minni pokan fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og á því 60 ára stórafmæli í dag!!! Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má nýlegt viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (76 ára); Giuseppe Calì, 28. september 1952 (60 ára stórafmæli); Gustavo Rojas, 28. september 1967 Lesa meira
Birgir Leifur komst á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!
Birgir Leifur er kominn á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!! Birgir Leifur lauk leik í Bogogno á Circolo golfvellinum í dag. Hann lék lokahringinn á sléttu pari, 72 höggum, fékk 1 skramba og 2 fugla. Birgir Leifur lauk leik á samtals 2 undir pari, 286 höggum (71 74 69 72). Hann varð T-23, þ.e deildi 23. sætinu með tveimur öðrum kylfingum. Aðeins 28 efstu í mótinu komust á 2. stig úrtökumótsins og er þetta því glæsilegur árangur hjá Birgi Leif! Annað stig úrtökumótsins fer fram í nóvember n.k. Til þess að sjá úrslitin á 1. stigi úrtökumótsins í Bogogno SMELLIÐ HÉR:










