Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 07:30

Ryder Cup 2012: Hver sigrar 39. Ryder bikars keppnina?

Spurningin sem brennur á vörum flestra er hver komi til með að standa uppi sem sigurvegari í Ryder bikars keppninni í Medinah í Bandaríkjunum n.k. sunnudag? Rétt svar við því er að það verður annaðhvort lið Evrópu eða Bandaríkjanna. En hvort liðið verður það? Nokkrir bandarískir íþróttafréttamenn reyna að spá í spilin + giska á hvernig stigin koma til með að skiptast. Ekki kemur á óvart að 11 af 12 spá Bandaríkjunum sigri.  Hér má sjá spánna:

 

Sérfræðingarnir spá í Ryder Cup
Sérfræðingar Spáir eftirfarandi liði sigri Stig
Chris Dunham
Golfvefsíðustjórandi
15.5-12.5
Þeir hafa skiptst á að sigra í Bandaríkjunum frá 1983 (7 Ryder bikars keppnir) – Bandaríkin ætla að brjótast úr viðjum vanans 2012. Bandaríska liðið er með fleiri kylfinga í formi (allir 12 voru í East Lake) og er með frábært lið þrátt fyrir að vera með 4 nýliða samanborið við 1 nýliða í liði Evrópu.

Mike McAllister
Framkvæmda- og ritstjóri
15-13
Að 12 kylfingum í bandaríska liðinu hafa 11 átt a.m.k. eina niðurstöðu í móti þar sem viðkomandi varð meðal efstu 10 frá því í ágúst. Eini leikmaðurinn sem svo er ekki ástatt um er Zach Johnson en hann átti frábæran júlímánuð. Strákarnir eru líka í stuði og vilja hefna ófaranna 2010.

Ryan Smithson
Vefsíðufréttamaður
17-11
Liðsskipanin virðist hnökralaus beggja vegna en lið Evrópu er óútreiknanlegt. Þeir eru með stór spurningamerki í liði sínu, meðan Bandaríkjamenn, sem eru í toppformi hafa enga sérstaka veikleika. Það eru einkum Nicolas Colsaerts og Martin Kaymer sem setja verður stór spurningamerki við?

Bill Cooney
Vefsíðufréttamaður
16-12
Ég tel að FedExCup umspilið muni halda áfram að hafa áhrif Bandaríkjunum í vil. Aðeins 7 af þeim 12 sem eru í evrópska liðinu komust í umspilið

Brian Wacker
Vefsíðufréttamaður
15-13
Heimavöllurinn og lengd bandarísku kylfinganna af teig eru lykillinn. Síðan eru það pútt Brandt Snedeker og sláttur Tiger. Bandaríkjamenn eru í betra formi frá toppi til táar, þó Evrópa hafi meiri reynslu, sem er ástæðan fyrir því að þetta verður tæpt.

Helen Ross
Yfirmaður fréttamanna
15-13
Ég tel að Bandaríkjamenn spili betur í ár. Val Love fyrirliða hefir þegar sýnt sig að hafa verið rétt í FedExCup umspilinu þar sem Brandt Snedeker vann og Jim Furyk og Dustin Johnson voru meðal 10 efstu í East Lake.

Larry Dorman
Fréttamaður
14.5-13.5
Keppnin snýr aftur til Bandaríkjanna og Medinah…. og það sama gerir bikarinn. Allt er jafnt en heimavöllurinn gerir útslagið.

D.J. Piehowski
Samhæfir á félagslegum samskiptasíðum
15-13
Krossfestið mig fyrir föðurlandssvik, en mér finnst frábært að sjá Sergio Garcia aftur í liðinu eftir að hann missti af sæti í 2010 liðinu.  Það er svolítið hlægilegt að félagar mínir (aðrir bandarískir fréttamenn) skuli telja að fremstu kylfingar heims á við Garcia, Rory McIlroy, Luke Donald og Ian Poulter muni tapa.

Rob Bolton
Fréttamaður
16-12
Yfirburðir bandarískra leikmanna á PGA Tour 2012 er aðalatburðurinn og Ryder Cup er eftir-partí-ið. Pörun leikmanna er mikilvægust fyrir fyrirliða Evrópu,  Jose Maria Olazbal, sem hefir ekkert svigrúm þar fyrir mistök

John Swantek 
Sjónvarpsþáttastjórnandi On the Tee
15-13
Það er erfitt að trúa því en það er ekki einn einasti liðsmaður bandaríska liðsins sem á Ryder Cup sigramet. Hvað sem öðru líður þá virðast leikmen bandaríska liðsins vera í aðeins betra spilaformi í augnablikinu, með 7 sem voru T-10 eða betur á TOUR Championship styrktu af  Coca-Cola.

Amanda Balionis PGA TOUR Today 16-12
Það myndi vera erfitt fyrir mig að kjósa gegn bandaríska liðinu, en það að ég vel þá sem sigurlið er samt ekki vottur um skort á hlutleysi. Maður getur bara ekki litið framhjá því hvernig strákarnir hafa verið að spila, sérstaklega á stutta grasinu. Ég held að þetta falli með Bandaríkjunum.

Fred Albers
PGA TOUR radio
16-12
Evrópa hefir haft yfirburði s.l. áratug vegna þess að bandarísku leikmennirnir hafa verið ryðgaður og val ferlið í liðið gallað. Bæði þessi vandamál eru leyst. Bandaríska liðið er gæðalið og nýlegt FedExCup umspil sýndi það líka.