F.v.: Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR; Valdís Þóra Jónsdóttir, GL og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 27. 2012 | 14:40

Íslenska kvennalandsliðið í 42. sæti í Tyrklandi eftir 1. dag

Í dag hófst heimsmeistaramót áhugamanna á Gloria golfvellinum í Antalya í Tyrklandi.  Alls taka þátt 157 keppendur sem skipa kvennalandslið áhugamanna 53 þjóða.

Kvennalandslið Íslands skipa þær Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR og Valdís Þóra Jónsdóttir, GL.

Íslandsmeistarinn í höggleik 2012 Valdís Þóra spilaði best allra í íslenska liðinu í dag, var á 5 yfir pari, 77 höggum; fékk 2 fugla, 5 skolla og 1 skramba.  Hún deilir 76. sætinu ásamt 15 öðrum kylfingum.

Guðrún Brá og Ólafía Þórunn spiluðu báðar á 7 yfir pari, 79 höggum og deila 99. sætinu einnig ásamt 15 öðrum kylfingum.

Becky Harris frá Wales og Daníela Holmqvist frá Svíþjóð spiluðu best allra 1. daginn; voru báðar á 3 undir pari, 69 höggum.

Golf 1 óskar þeim Guðrúnu Brá, Ólafíu Þórunni og Valdísi Þóru góðs gengis!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á heimsmeistaramóti áhugamanna í Tyrklandi SMELLIÐ HÉR: