Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 12:10

Darren Clarke: „Mér væri heiður af því að vera Ryder bikars fyrirliði liðs Evrópu 2014″

Einum degi eftir að hljóta stuðning  Lee Westwood, sagði sigurvegari Opna breska 2011, Darren Clarke að það myndi vera „gríðarstór heiður“ að verða valinn næsti Ryder Cup fyrirliði liðs Evrópu. Hvað sem öðru leið þá bar Clarke  aftur vangaveltur um að hann væri við það að taka við hlutverki fyrirliða Ryder Cup liðs Evrópu, sem fram fer  í  Gleneagles, Skotlandi, 2014, með því að tvíta: „til þess að það sé skýrt…. mér hefir ekki verið boðin staða Ryder Cup fyrirliða.“ Tilkynnt verður um arftaka José Maria Olazábal um fyrirliðastöðuna í janúar á næsta ári. Liði Evrópu tókst að halda Ryder bikarnum í Evrópu í 2 ár í viðbót þegar liðið sigraði í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 11:57

Birgir Leifur tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA í Madison, Mississippi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, tekur þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour, dagana 16.-19. október (þ.e. þriðjudaginn – föstudaginn í næstu viku). Spilað er í Lake Caroline Golf Club í Madison, Mississippi (Til þess að komast á heimasíðu golfklúbbsins SMELLIÐ HÉR: ) Nokkra athygli vekur að tvöfaldi risamótsmeistarinn argentínski (Opna bandaríska 2007 og the Masters 2009) Angel Cabrera  tekur þátt í úrtökumótinu. Golf 1 óskar Birgi Leif góðs gengis! Til þess að sjá þátttökulistann á úrtökumótinu í Madison, Mississippi SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 11:30

Bandaríska háskólagolfið: Eygló Myrra og golflið San Francisco í 14. sæti eftir 2. dag á Edean Ihlanfeldt Invitational

Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO og golflið University of San Francisco taka þátt í Edean Ihlanfeldt Invitational í Sahalee Country Club,  í Sahalee, Sammamish, Washington.  Þátttakendur eru 83 frá 16 háskólum. Mótið stendur  8.-10. október. Eygló Myrra er búin að spila samtals á 15 yfir pari, 159 höggum  (78 81). Eftir 2. dag er Eygló Myrra í 43. sæti og á næstbesta skori USF. Í dag verður lokahringurinn spilaður. Golf 1 óskar Eygló Myrru góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna á Edean Ihlanfeldt Invitational eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 11:15

Rory tapaði 2. leik sínum – Tiger vann Kuchar á Turkish Airlines World Golf Finals í morgun

Tiger vann sinn leik í morgun gegn Matt Kuchar 67-72!!! Rory McIlroy  hins vegar tapaði sínum leik fyrir Charl Schwartzel sem er sjóðheitur, en hann vann líka sinn leik í gær gegn Tiger. Í A-flokk er því staðan þannig að Schwartzel er efstur með 2 vinninga, Tiger og Kuchar eru báðir með 1 vinning og Rory rekur lestina með engan vinning. Schwartzel og Kuchar mætast eftir hádegi og Tiger, Rory í þeim leik sem mest spenna er fyrir. Justin Rose er efstur í B-flokk – vann Lee Westwood í morgun 66-69 og er því með 2 vinninga, en Westy 1 vinning. Webb Simpson sigraði Hunter Mahan 65-67. Hann er því kominn Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 09:00

Golfútbúnaður: Heitustu golfferðakylfu„cover-in“

Nú þegar veður fer versnandi heima á Klakanum, leggja margir kylfingar land undir fór eða réttara sagt fljúga líkt og fuglarnir til heitari landa til þess að geta stundað uppáhaldsiðjuna. Ferðaskrifstofur bjóða upp á margar freistandi golfferðir t.d. til Englands (smellið t.d. á Icelandair borðann hér á Golf 1 vefsíðunni til þess að sjá margar skemmtilegar ferðir þangað) til Írlands, Spánar, Flórída svo fátt eitt sé talið. Þegar ferðast er, er betra að eiga gott golfferða„cover“ eða m.ö.o. hlífðarpoka utan um  kylfurnar. Kylfuferða„cover-in“ veita aukaslitvörn utan um golfpokann og það sem er í honum.  Hér eru nokkur góð ráð um kylfu„cover-in“: (1) Ef þið eruð að fara að kaupa ykkur Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 08:00

Bubba Watson í The Tonight Show hjá Jay Leno – tíar upp á „andliti“ Leno – myndskeið

Flestir muna líklegast eftir viðtali sem Feherty tók við John Daly og í kjölfarið setti hann tí upp í munninn lagðist á teig og John Daly sló teighögg  og í bolta sem tíaður var upp í munni Feherty. Sjá má fréttina og myndskeiðið þar um með því að SMELLA HÉR:  Svipað gerðist í The Tonight Show hjá Jay Leno í fyrradag, þar sem Masters sigurvegarinn Bubba Watson var í heimsókn. Bubba beinlínis tíaði upp af „andliti“ Leno. Svolítið ógnvekjandi að láta mestu sleggjur PGA Tour slá af andlitinu á sér. Sjá má myndskeið af Bubba í þætti Leno með því að SMELLA HÉR:

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2012 | 07:00

Tiger biður nýliðana í Ryder bikars liði Bandaríkjanna afsökunnar

Tiger Woods sagði á blaðamannafundi í Tyrklandi s.l. mánudag að hann hefði beðið nýliðana í Ryder bikars liði Bandaríkjanna afsökunar fyrir vanhæfni hans að raka inn fleiri stigum fyrir lið Bandaríkjanna í  Medinah Country Club í Chicago. Tiger tók nýliðanna í liðinu: Webb Simpson, Brandt Snedeker, Jason Dufner og Keegan Bradley til hliðar eftir að bandaríska liðið sólundaði 10-6 forystu fyrir lokadag Ryder bikarsins og tapaði 14½ to 13½. Sá kylfingur sem var efstur að stigum til að komast sjálfkrafa í liðið, Tiger Woods, var með árangur upp á  0-3-1 og úrslit í leik hans á sunnudaginn skiptu engu, þar sem lið Evrópu hafði þegar tryggt sér bikarinn. „Ég hafði tækifæri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 17:15

Rory og Tiger töpuðu leikjum sínum á Turkish Airlines World Golf Finals

Í dag hófst keppni á Turkish Airlines Wold Golf Finals. Til að byrja með í keppninni er um að ræða einvígi milli tveggja flokka A og B,  þar sem spilaður er höggleikur og sá sem er á lægra skori sigrar. Númer 1 á heimslistanum, Rory McIlroy tapaði sínum leik fyrir Bandaríkjamanninum, Matt Kuchar. Rory spilaði á 76 og Kuch á 71 höggi. McIlroy fékk 2 erni á fyrri 9 á Sultan golfvelli Antalya golfklúbbsins þar sem hann setti m.a. niður 4.5 metra pútt á 3. braut og 15 metra pútt á 7. braut, en leikur hans féll í sundur á 15. braut þegar hann drævaði  til hægri út í trén Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 16:45

Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi og The Crusaders í 2. sæti á Kings College Invitational

Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og golflið Belmont Abbey, the Crusaders taka þátt í 2 daga móti í Bristol, Tennessee, the Kings College Invitational. Þátttakendur í mótinu eru 42 frá 8 háskólum. Arnór Ingi og the Crusaders eru í 2. sæti í liðakeppninni.  Arnór Ingi spilaði á 6 yfir pari, 76 höggum og er T-20 í einstaklingskeppninni. Hann var á 4. besta skori The Crusaders og því telur skor hans. Golf 1 óskar Arnóri Inga góðs gengis! Til þess að sjá stöðuna eftir fyrri dag mótsins SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | október. 9. 2012 | 16:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals í 14. sæti í Flórída eftir 1. dag

Bæði kvenna og karlagolflið The Queens University of Charlotte eru við keppni á Guy Harvey Invitational í Palm Beach Gardens, Flórída. Gestgjafi mótsins er Nova Southeastern University. Í kvennagolfliði Queens, The Royals er Íris Katla Guðmundsdóttir, GR. Kvennaliðið var á samtals 327 höggum fyrri daginn og er í 14. sæti. Íris Katla var á 87 höggum og taldi skor hennar en 4 bestu skor af 5 telja.  Skor Írisar Kötlu var 4. besta skor liðsins. Golf 1 óskar Írisi Kötlu góðs gengis í dag!