Westwood vann Schwartzel 61-67 í undanúrslitunum í Tyrklandi og setti nýtt vallarmet 61 högg á Sultan golfvellinum!!!
Nú er lokið fyrsta leik í undanúrslitunum á Turkish Airlines World Golf Final á Sultan golfvellinum í Belek. Lee Westwood sem varð í 2. sæti í B-riðli hafði betur gegn Charl Schwartzel frá Suður-Afríku. Westwood spilaði á 61 glæsihöggi og bætti vallarmetið sem Justin Rose setti fyrr í dag á Sultan golfvellinum. Á hringnum fékk Westy 2 erni, 8 fugla og árans skramba á 4. braut Sultan golfvallarins, en hefði Westwood sleppt því hefði hann brotið 60. Charl Schwartzel var ekkert að spila illa, var á 67 höggum, fékk 5 fugla og 1 skolla en það dugði ekki til gegn Westwood eins og hann gerist bestur!!! Westwood mætir annaðhvort Tiger Lesa meira
Afmæliskylfingar dagsins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2012
Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og því báðar 23 ára í dag. Heiða er klúbbmeistari GKJ 2012 og Michelle Wie útskrifaðist frá Stanford University í ár og spilar á LPGA. Komast má á heimasíðu Wie með því að SMELLA HÉR: og komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Richard Burton, f. 11. október 1907 – d. febrúar 1974 (vann m.a. Opna breska 1939); Fred Daly, f. 11. Lesa meira
Rose blómstrar í Tyrklandi – var á 62 höggum og mætir Tiger í undanúrslitum
Í gær var síðdegisleikjunum á Turkish Airlines World Golf Final frestað vegna úrhellisrigninga; en þeir leiknir í morgun. Helstu úrslit eftir 3. umferð eru eftirfarandi: Justin Rose (9 undir pari, 62 högg) vann Webb Simpson (4 undir pari 67 högg) Lee Westwood (7 undir pari, 64 högg) vann Hunter Mahan (2 undir pari 69 högg) Charl Schwartzel (8 undir pari 63 högg) vann Matt Kuchar (6 undir pari 65 högg) Rory McIlroy (1 undir pari 70 högg) tapaði fyrir Tiger Woods (7 undir pari 64 högg) Í undanúrslitunum mætast eftirfarandi kylfingar: Justin Rose mætir Tiger Woods Charl Schwartzel mætir Lee Westwood Justin Rose mun spila við Tiger Woods í einum Lesa meira
Tiger gæti hugsað sér að vera fyrirliði í Ryder bikars liði Bandaríkjanna í framtíðinni
Á blaðamannafundinum í Tyrklandi s.l. mánudag fyrir Turkish Airlines World Golf Finals, kom fram hjá Tiger að hann gæti vel hugsað sér að verða fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna í framtíðinni. „Það myndi vera mér mikill heiður að vera fyrirliði Ryder bikars liðs,“ sagði hann. „Vonandi verður það ekki í náinni framtíð vegna þess að ég myndi vilja spila í fleiri liðum, en örugglega dag einn þegar róast fer um hjá mér eða ferill minn er á enda myndi það vera gríðarstórt að fá að vera hluti Ryder bikars liðsins sem fyrirliði.“ Tiger hefir aðeins verið í 1 sigurliði Bandaríkjanna í Ryder bikars keppni,, þ.e. 1999 og Tiger er langt Lesa meira
PGA: Ernie Els með í Frys.com Open sem hefst í kvöld – myndskeið
Ernie Els gaf til kynna að það að spila á Frys.com Open á síðasta ári hafi átt sinn hlut í risamótssigri hans í ár. Hann vonar að sagan endurtaki sig. Els varð T-4 í Frys.com Open á síðasta ári í Corde Valle Golf Club, sem var besti árangur hans það árið. En hann náði risamótssigri í ár, þegar hann vann, s.s. öllum er í fersku minni, Opna breska í sumar, sem var 4. risamótssigur hans. Meðal annarra stjarna, sem keppa á Frys.com Open í kvöld eru auk Els, belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts, Vijay Singh, fyrirliði Ryder Cup liðs Bandaríkjanna 2012, Davis Love III og stjörnur úr bandaríska háskólagolfinu Patrick Cantlay, Luke Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Hrafn Guðlaugsson varð í 14. sæti á Chick fil a Collegiate mótinu
Hrafn Guðlaugsson, klúbbmeistari GSE 2012, og The Eagles, golflið Faulkner háskólans tóku þátt í Chick fil a Collegiate mótinu, sem fram fór 8.-9. október og lauk þ.a.l. í gær. Spilað var í Rome, Georgía. Þátttakendur voru 135 frá 25 háskólum. Hrafn spilaði á samtals 3 yfir pari, 147 höggum (76 71) og lauk keppni í 14. sæti, sem er stórglæsilegur árangur! Hann var á langbesta skori í liði sínu. Golflið Faulkner lauk keppni í 9. sæti í liðakeppninni. Næsta mót sem Hrafn tekur þátt í er MGCCC Holiday Inn Fall Invitational sem fram fer í Gulfport, Mississippi og hefst 28. október nk. Til þess að sjá úrslitin í Chick Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Arnór Ingi varð í 17. sæti á Kings College Invitational
Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, Íslandsmeistari í holukeppni 2011 og golflið Belmont Abbey, the Crusaders tóku þátt í 2 daga móti í Bristol, Tennessee, the Kings College Invitational. Þátttakendur í mótinu voru 48 frá 8 háskólum. Arnór Ingi og the Crusaders luku keppni í 2. sæti í liðakeppninni. Arnór Ingi spilaði á samtals 149 höggum (76 73) og lauk keppni í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á 5. besta skori The Crusaders og taldi skor hans því ekki í liðakeppninni. Næsta mót sem The Crusaders, golflið Belmont Abbey spilar í er Lincoln Memorial Fall Invitational, í Pineville, Kentucky, sem fram fer dagana 15.-16. október n.k. Þetta er síðasta mótið sem The Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Berglind varð í 15. sæti á Lady Pirate – Sunna og golflið Elon urðu í 4. sæti í liðakeppninni
Berglind Björnsdóttir, GR og UNCG og Sunna Víðisdóttir, GR og Elon tóku þátt í tveggja daga móti, Lady Pirate Intercollegiate í Greenville Country Club, í Norður-Karólínu. Mótið átti upphaflega að vera tveggja daga mót 8.-9. október en vegna mikilla rigninga í gær var ákveðið að stytta það í 18 holu mót og voru því úrslit 1. dags látin standa. Þátttakendur voru 104 frá 20 háskólum. Berglind spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum og lauk keppni í 15. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Berglindar UNCG lauk keppni í 12. sæti. Sunna lék á 5 yfir pari, 77 höggum og deildi 33. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna var á 3. besta skorinu í liði Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla og the Royals luku leik í Flórída í 12. sæti á Guy Harvey Inv.
Bæði kvenna og karlagolflið The Queens University of Charlotte luku á Guy Harvey Invitational í Palm Beach Gardens, Flórída í gær. Gestgjafi mótsins var Nova Southeastern University. Karla- og kvennagolflið The Queens University of Charlotte Þátttakendur í mótinu voru 81 frá 15 háskólum í kvennagolfinu. Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og the Royals spilaði á samtals 169 höggum (87 82) þ.e. bætti sig um 5 högg milli hringja. Íris Katla var á 4. besta skori liðs síns og skor hennar taldi því, en 4 bestu skor af 5 telja. The Royals bættu stöðu sína fóru upp um 2 sæti voru í 14. sætinu eftir fyrri daginn en luku leik í 12. sæti í Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Bruce Devlin – 10. október 2012
Afmæliskylfingur dagsins er Bruce Devlin. Bruce fæddist 10. október 1937 í Armidale Ástralíu og á því 75 ára stórafmæli í dag. Hann gerðist atvinnukylfingur 1961 og vann 28 mót á ferli sínum, sem slíkur, þar af 8 á PGA Tour og 16 á PGA Tour of Australasia. Besti árangur hans í risamótum var 4. sætið á the Masters 1964 og 1968. Hann hefir síðari ár verið þekktari sem íþróttafréttamaður í sjónvarpi og sem golfvallarhönnuður. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Craig Marseilles, 10. október 1957 (55 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (50 ára stóramæli!!!!!); Bryn Parry, 10. október 1971 (41 árs); Johan Edfors, 10. október 1975 Lesa meira








